Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 6
152 SAGA
Systirin hefir fært bróSur sínum myndir lífsin.s,
sem hún hefir séS og fundiS utan bæjardyra. Hann
hefir gefiS henni þær, sem andann einan. dreymir og
sálin ein fær aS sjá.
Rétt áSur en hún deyr, hefir hún spurt:
— Elskar þú mig, bróSir minn, þó eg geti ekki fært
þér blómin núna, né sagt þér neitt fallegt frá sumrinu?
— Já, litla systir, eg elska þig heitt eins og sólin,
hátt eins og himininn, djúpt eins og djúpin.
— Lof mér þá aS heyra fyrsta versiS, sem þú
kendir mér: ‘Höndin þín, drottinn, hlífi mér’ —
Hann gerir þaS.
— Og fyrstu bænina líka: ‘Drottinn minn og guð
minn, kenn þú mér aS lifa’ —
Hann gerir þaS.
— ög svo æfintýriS, bróSirinn minn bezti, um
‘Orminn, sem varS aS fiSrildi’, ‘EggiS, sem varS aS
fugli’ og ‘Barniö, sem varS aS engli’, og sem flugu sam-
ferSa frá Vetrarvöllum til SumarhæSa.
Hann gerir þaS.
Og þegar æfintýriS er á enda, er hún sofnuS. SíS-
an hefir hún aldrei vaknaS.
Líkkistan er komin.
Hún er kolsvört eins og skammdegisnóttin. Hann
hefSi svo miklu 'heldur viljaS aS hún hefSi veriS hvít
eins og blööin á Baldursbránni. ESa jafnvel gul eSa