Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 8
154 SAGA
kertið upp úr stokknum sínum undir rúminu, og kveikja
á því.
Gamla vinnukonan gerir það sem hann biður, þögul
og viðkvæm, með tár í augum.
Þetta kertisskar hafði hann átt síðan á jólunum.
Hann hafði ætlað sér að geyma það þangð til á afmælis-
daginn sinn um veturnæturnar. Nú á að helga systur-
inni látnu þessa litlu, logandi fórn.
Kertið stendur logandi á enda litla borðsins, í út-
skornum kertastjaka, sem hann hafði sjálfur tálgað
með sjálfskeiðingnum sínum, úr dálítilli skógarviðarrót,
sem systir hans hafði fært honum úr stekkjarferð.
Umhverfis og upp með stjakanum liggja blómin.
Hann horfir lengi í Ijósið, unz geislarnir frá því,
sem glitra í tárum augna hans, og endurskinsgeislarnir
frá tárum hans, mynda brú á milli sín. Og á miðri ljós-
brúnni stendur systir hans elskuleg og brosir til hans
eins og yndislegt túnblóm, þegar sólin speglast í dögg-
inni í bikar þess að morgni dags. Lengi starir hann
hugfanginn gegnum tárin, unz augun þreytast. Hann
réttir út hendur til systur sinnar, en finnur ekkert. Svo
lokar hann augunum og breiðir yfir höfuð, en mynd
systurinnar hverfur eigi augum hans.
Lind táranna opnast að nýju. H'ann biður til guðs
föður, guðs sonar og guðs heilags anda. Og í dýrð
bænarinnar, berst andi hans eftir ljósbrúnni á styrkum
vængjum trúarinnar út á ókunna strönd. Systur sína