Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 9
SAGA 155
sér hann ekki hjá sér, en, hann finnur til nálægðar henn-
ar. Landmegin við hann slútir yfir honum þverhníft
stuðlaberg, þar sem hann hefir staðnæmst og hvílir í
hvítum sandinum. En fyrir framan hann speglast myrk-
blátt hafið, sem hann hefir aldrei litið nema í hugdraum-
um sínum.
Spölkorn undan landi liggur Sólareyjan. Hann sér
svo vel beinar eikurnar gnæfa stórvaxnar hátt við loft,
og greinar þeirra og laufskrúð mynda boga og hvelf-
ingar uppi í himninum. Fagur söngur berst til eyrna
hans frá undursamlegum, litskreyttum fuglum, sem svífa
um skóginn og sitja í greinunum.
Unaði þrunginn ilm ber hægur andvari að vitum
hans, frá dýrðlegum blómgörðum og grænum grundum
eyjarinnar, og hann sér undur fögur fiðrildi svífa yfir
blómunum og grasinu.
Hann sér himingnæfandi, krystalslikar hallir, og
hamingjusamar mannverur líða þar um sali, og svífa
hugléttar yfir landið.
Og nú sér hann hvar systir sín litla, er að leggja
af stað til Sólareyjar, í ofurlitlum smábát, sem er alveg
að sjá eins og hann sé búinn til úr ljómandi fallegum
túnblómum. Og þeir, sem flytja hana, er litlir, dýrð-
legir englar, ekki stærri en hún.
Hann segir:
— Fofaðu mér að koma með, elsku systir.
Hann ris upp við olnboga, og horfir hugföngnum
augum til þeirra.