Saga: missirisrit - 01.12.1926, Side 10
156
SAGA
Hún segir:
— Ö, hvaS það væri gaman! En eg geri ekkert
nema það sem mér er sagt, bróöirinn. minn bezti.
Hann getur eigi hrært sig úr staS, heldur en vant
er. Báturinn er fáa faSma frá honum. Systir hans
brosir til hans.
Einn litlu englanna segir:
— Ef þú getur hugsaS sjálfan þig af ströndinni til
okkar í bátinn, þá megum viS flytja þig meS okkur til
Sólareyjar, en viS megum ekki hreyfa viS þér, þar sem
þú ert.
Hann reynir af öllum lífs og sálar kröftum, aS hugsa
sér til systur sinnar. Hann tekur á öllum mætti
sínum, til þess aS reyna aS sjá sjálfan sig í bátn-
um hjá þeim. En hvernig sem hann reynir, tekst hon-
um þaS ekki. Hann finnur aS hann kemst aS eins heim
aftur, þar sem hann áSur var, í rúmiS undir súSinni,
til fallegu blómanna, sem gamla vinnukonan gaf hon-
um, og ljóssins á kertisskarinu, sem nú er aS brenna út.
— ViS sjáumst seinna, bróðirinn minn bezti, segir
systir hans, og bæSi hún og englarnir veifa hendi til
hans í kveSjuskyni.
HöfuS hans er ósköp þungt og heitt.
Eftir aS foreldrar hans eru komnir heim frá jarS-
arförinni og búnir aS kyssa hann, heyrir hann föSur
sinn segja í hálfum hljóSum: