Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 14
160 SAGA
En viö rúniið hans undir súöinni standa foreldrar
hans meö tárvot augu, og gömul vinnukona, sem segir
með grátklökkva:
— Blessaður auminginn. — Nú er hann dáinn og
kominn til guðs.
Þ. Þ. Þ.
OF MURG HCKRERGI.
Maður nokkur, Friðrik að nafni, sem bjó um tíma
í gjistihúsi, vaknaði eina nótt við það að einhver var að
reyna að stinga lykli í skráargatið. Hann fór ofan úr
rúminu og opnaði hurðina. Frammi fyrir honum stóð
feitur maður, rauður í framan, sem auðsjáanlega hafði
fengið sér vel í staupinu.
“Fyrirgefið mér, herra, ónæðið. Eg hélt að þetta
væri herbergið mitt,” sagði maðurinn og brosti.
Friðrik fór í rekkju sína aftur. En eftir stutta
stund byrjaði ónæðið aftur, og hann heyrði að einhver
var að reyna að opna hurðina. Þegar hann opnaði
hana, sá hann sama manninn þar aftur kominn.
“Æ, eg bið yður margfaldlega fyrirgefningar. Eg
hélt endilega að þetta væri herbergið mitt,” sagði hann
brosandi sem í fyrra skiftið.
Enn þá fór Friðrik í rúmið sitt. En ekki leið lang-
ur tími þangað til hann heyrði sama hávaðann við dyrn-
ar. 1 þriðja skiftið sá hann sama stóra, andlitsrauða
manninn frammi fyrir sér. En nú var brosið horfið af
vörum hans. Hann spurði bálreiður:
“Hvernig í fjandanum vikur því við, að þér skul,
uð vera í ölltun herbergjunum í gistihúsinu hérna?”