Saga: missirisrit - 01.12.1926, Side 16
162 SAGA
ómögulegt! Jú, víst var svo. Þessar herðar — og
skeggið — gátu ekki sviki'S lit.
Helgi stökk upp frá borðinu, hentist niður stigann
og yfir götuna eins og kólfi væri skotið. “Alfur, Alf-
ur! Komdu marg.blessaSur og velkominn til borgar-
innar.”
“Ja, komdu sæll, Helgi minn, og nú þykir mér vænt
um að sjá þig. Eg var að leita að húsnúmerinu þínu, en
hefi verið skökku megin. í götunni.’’ Og Alfur brosti. En
þegar Álfur brosti, urðu stóru, bláu augun hans barma-
full af gleði, sem lýsti upp alt andlitiS, yzt út á hnjúka
kinnbeinanna og yfir alla skeggbreiðuna — út á axlir
og niður undir mitti. Svo strauk hann skeggið, og al-
varan skygði að. Það var ekki eitt ský, sem dró fyrir
sólina, heldur gægðist sólin út á milli skýjanna. Þann-
ig brosti Alfur á Borg.
“Blessaður karlinn. Komdu upp í kompuna mína
og leystu ofan af skjóðunni. Hvernig líSur ykkur öll-
um í Mörk? Og á hvaða ferS ertu? Og hvað er í
stranganum þeim arna?” Spurningarnar hrukku af
vörum Helga eins og höggspænir frá exi skógarmanns-
ins.
Þegar upp í herbergi Helga kom, leit Álfur í kring-
um sig og reisti strangann upp viS vegginn í einu horn-
inu.
Helgi hélt áfram að spyrja, þó hann fengi ekkert
svar. — “ÆtlarSu ekki að segia mér neitt í fréttum?”
“ÞaS verSur nú víst minna um þaS, ef þú heldur