Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 19
SAGA 165
“Jú, jú! Og gerir þaS líklega á sama hátt og fyr.
ÞingmaSurinn okkar rausar eitthvaS um dugnað frum-
býlinganna, auösuppsprettur vatns og skóga, réttmætar
kröfur og fleira, sem þægilegt er aö vaöa elginn um, án
þess aö koma meö nýta hugsun. Eg segi þér satt, dreng-
ur minn, aö stórmenni af norrænum ættum, eins og Þor-
björn er, er fyrir löngu leiöur á þessum skrípaleik. Hann
tekur ekki meira mark á þessum vaöli en tungliö, þegar
hundarnir gelta aö því.”
“En Mr. Thorburn er skozkur aö ætt.” Helgi
mátti ekki gefast upp viö svo búið. Hann varö aö koma
vitinu fyrir Álf.
“Já, hann er ættaður af noröurströnd Skotlands.
Þar lentu víkingar í fornöld og sumir þeirra settust þar
að. Enda er ættarnafn hans nóg sönnun fyrir ætt hans
og uppruna. Svo eru líkindi til þess aö norrænt víkinga..
blóö renni í æöum þess manns, sem leggur í aðra heims-
álfu, umkomulaus unglingur, og ryður sér braut upp í
einn æðsta valdasess landsins.”
“En eg hefi alt af haldið, að þú kæröir þig ekkert
um aö járnbraut yrði lögð út í Mörk. Og sumir Merkur-
búar bera kala til þín fyrir bragðiö.”
“0, eg kæri mig ekki svo mikið um brautina, dreng..
ur minn. En mér leiðist að bygðarmenn okkar sku'.i
ár eftir ár eyða tíma og fé í það, að færa stórmennum
þessa lands heim sanninn um, að þeir séu ómenni
og aular, sem krjúpa árlega í bæn fyrir þessum Þor-
birni og taka tvíræð svör hans sem véfrétt, og gera sig