Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 23
SAGA 169
I’ar stóS Álfur eins og steinstytta og studdist fram á
ströngul sinn.
Helga fanst Alfur hafa lýst athöfninni býsna vel
daginn áöur, og haföi karl þó aldrei verið í járnbrautar-
nefnd. En hann vissi sínu viti.
Mr. Thorburn hlustaði á þingmanninn meö mestu
athygli, en augu hans hvörfluðu oft til Alfs, þar sem
hann stóö úti í horni á skrifstofunni.
Þegar tölumaður hafði lokið máli sínu, varð stundar
þögn. Þá reis Mr. Thorburn úr sæti. Hældi nýlendu.
búum fyrir dugnað sinn og nefndarmönnum fyrir fram.
takssemi þeirra. Hann kvað kröfur þeirra sanngjarnar
og lofaðist til að bera þær fram fyrir framkvæmdastjórn
félagsins. Félagíð hlyti að taka þær til alvarlegrar um-
hugsunar. Þingmaðurinn skyldi fá skriflegt svar innan
mánaðar. Svo opnaði Mr. Thorburn dyrnar.
“Eg ætlaði að fá að tala við þig nokkur orð, Þor-
björn,” sagði Alfur og teygði úr sér, en Helgi sneri
orðum hans á ensku.
Nefndarmenn flýttu sér út. — Bölvaður karlinn að
g:era Islendingum þessa hneisu!
“Bíddu við eitt augnablik,” sagði Mr. Thorburn og
leit til Helga. Og svo kvaddi hann nefndarmenn og
þingmann með handabandi, og læsti síðan dyrunum.
A meðan þessu fór fram, hafði Alfur leyst snærið
utan af stranganum, ofið það í hönk og stakk þvi nú í
treyjuvasann.
“Svona nú,” sagði Mr. Thorburn og vék talinu að