Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 24
170 SAGA
Helga. “Nú á gamli maSurinn oröiö. Láttu hann. tala
og túlka'öu fyrir mig. Eg ætti annars aö bjóöa ykkur
sæti, en þessi risi er alt annaö en þreytulegur.” Og enn
brosti Mr. Thorburn. En Helgi þýddi oröin fyrir Alfi.
Alfur fletti sundur stranganum, og kom þá í ljós,
aö í honum var heimaofin gólfábreiöa meö stórum bjarn-
arfeldi í miðju, en jaörar og horn fagurlega útsaumuð.
Svo tók karl til máls: “Það var siður forfeöra okkar,
Þorbjörn, höföingjanna, þegar þeir sóttu hver annan
heim, að skiftast á gjöfum til minnis um samfundi þeirra.
Og vil eg biðja þig aö þiggja af mér þennan grip, til
minnis um aö menn og konur byggj Merkurnýlenduna.
Þessi feldur er af bjarndýri, sem eg vann sjálfur, og
eg hygg að þú finnir hvorki á því kúlugat né gildru-
áverka. Konan mín, sem Þórunn heitir, óf dúkinn og
saumaði í hann myndir af sumum þeim atburðum í
frumbýlinigslífi nýlendunnar, sem lengst veröa okkur
eldri mönnunum í minni. Nú treysti eg höfðingsskap
þínum, Þorbjörn, til þess að þú látir mig ekki bera þennan
böggul heim aftur. Skal eg og hafa þaö til marks um
stórlæti þitt, sem smámennin mundu kalla lítillæti, aö
þiggir þú af mér þessa gjöf, munir þú vera of mikill
maöur til þess, að gefa þeim tvírætt svar, sem spyr
þig x einlægni.” Alfur þagði augnablik og horföi fast
á Mr. Thorburn, en sagöi svo: “Ætlar félag þitt að
leggja braut út í Mörk? Og ef svo er, hvenær’?"
Mr. Thorburn haföi setið hljóður og alvarlegur meö
augun á Alfi, meðan hann talaði. Nú stóö hann upp