Saga: missirisrit - 01.12.1926, Qupperneq 29
j SAGA 175
sem strax og hún sá hann koma, rölti í hópinn, sem
faðir hans rak, en. hann ekki fylgt henni eftir, heldur
gengiS meS fram ánni.
Annars var Keli i allra bezta skapi. Hann var aS
vinna heimilinu gagn meS hjálp sinni, eins og hitt fólk-
iS, þó stuttur væri. Hugsunin um þaS gerSi hann aS
meiri manni. Ef til vill er sú gleöi, sem vaknar meS
meSvitundinni um aS vera aS gera gagn, notadrýgst
sælukend allrar ánægju, og traustasti grundvöllur þeirr-
ar farsældar, sem fáanleg er. — Raunar fanst honum nú
vera fariS aS togna úr sér, síSan hann komst á ellefta
áriS. Og þegar hann gekk á tómri prjónabrókinni, eins
og i þetta skifti og mörgum sinnum oftar, þegar hann
var aS eltast viS skepnurnar í góSu veSri, þá sýndist
honum hann vera enn hærri og spengilegri. En aö fá
aSra til aS viSurkenna þaS, var ekki eins auSvelt. RjóS-
ur og móSur af ganginum hljóp hann alt í kringum lamb.
ærnar, sem, þótt þær hefSu átt aS vera farnar aS venjast
viS ónæSiS og reksturinn, sýndust helzt vilja vera kyrr-
ar í góSviSrinu, þar sem þær voru komnar.
KvöldiS var yndislega fagurt, eins og svo oft á
vorin, þegar sólargangurinn er hæstur á Islandi. Blá-
leit hitamóSa, sem heitur vordagurinn skildi björtu kvöldi
og komandi sólskinsnótt eftir, sveipaSist eins og gegnsæ
blæja yfir útsýni dalsins, sem alstaSar var grafiS gull-
rúnuni geislanna. Hún vermdi og mýkti alla drætti og
djúpar línur náttúrunnar. Jafnvel fjallshnjúkarnir, sem
grafnir voru myrkum klettagiljum meS hjarnfennis-