Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 30
176 SAGA
spöngum hér og þar, og drungalegu hamrabeltln, sem
slúttu fram, höföu fleygt af sér sínum svipþunga kulda-
blæ og skrýddust draumblíðum töfrahjúp, eins og skýja-
borgir bjartsýns draumsjónamanns. — Sú feguröardýrö
hefir áhrif á sálarlífiö, hvort sem augunum er gefinn
tími til að dást að henni eöa ei, og hún endurspeglast
og festist í anda mannsins — jafnvel þótt hún sé séð á
hlaupum, í ysi og önnum hversdagsstarfanna. — Um-
hverfið myndar mannssálina.
Þeir feögar voru komnir á móts viö stekkinn, sem
stóð nyrzt í landareign Brúar, en góðan kipp frá ánni,
milli hólanna, upp undir hlíöinni, og beygðu rekstur sinn
heim að honum.
Piltarnir voru búnir aö smala í fjallinu og komnir
ofan af brúnunum, niöur í miöja hlíðina, með rekstur
sinn, en stúlkurnar og móöir Kela litla, meö systur hans
meö sér, voru komnar meö sinn hóp úr miðlendinu
heim undir stekkinn. Þaö var enginn heima á bænum
á Brú þetta kvöld. Hann var öllu lífi yfirgefinn. Kött-
urinn var sú eina skepna, sem ekki hjálpaði til við
samanreksturinn, en hann haföi farið upp aö fjárhúsum
aö veiða grátitlinga, sem hann vissi að héldu sig þar.
“Hvaö skyldi ganga aö Stjána og Kol? Eg sé þá
hvergi,” mælti faöirinn og horfði upp eftir hlíöinni.
Stjáni var smalinn, en Kolur fjárhundurinn á
Brú.
Sonurinn stanzaði og setti hönd fyrir augu eins og
faðirinn, en hvergi hilti undir þá félaga. Hann ætlaöi