Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 31
SAGA 177
að fara aö svara föður sínum, en rétt í sömu svifum
heyröu þeir bjölluhljó'ð og gelt sunnan og neðan frá
ánni og litu við.
Yfir holtin þaut Forustu-Hvít með föngulega lamb-
ið sitt við hliS sér, og skifti þaS skömmum togum, aS
þau náSu rekstrinum. En á eftir hljóp smalinn og hund-
urinn, másandi og blásandi. Stjáni var allur í einu löSri
og gekk upp og niSur af mæSi, en löng og blóSrauS
tungan á Kol, lafSi út úr froSugu gininu.
“Mikil þó horngrýtis óþægSartóa! — og ormurinn
hennar samt enn þá verri,” blés smalinn út úr sér meS
miklum erfiSismunum, og þurkaSi svitann af andlitinu
á rúS-röndóttri milliskyrtuerminni, þegar hann náSi þeim
feSgum.
“Hvar náSir þú henni?” spurSi Jón.
“Uppi í Grængeira í Kistufjalli, ásamt nokkrum öSr.
um, sem stukku strax niSur á brún.ir, er eg hóaSi í þær, en
hún stóS fyrir eins og mannýgur geithafur, þegar eg
sigaSi Kol á hana, svo eg varS aS þramma upp alla
leiS sjálfur og kom henni meS naumindum ofan, því
lambskrattinn leitaSi alt af til eggjar, og er þindarlaus
eins og tóa, og sprækari en alt hvaS heitir og er.’’
“En því komstu þeim ekki í rekstur piltanna?”
spurSi bóndi og var ekki laust viS gletni í rómnum.
“Nú, eins og eg gerSi þaS ekki!” svaraSi smalinn
1 gremjutón. “En þaS var nú svo sem til mikils. — Eg
kom þeim í hóp, sem Gísli var meS á Efstubrúninni, en
þegar viS komum ofan á MiSbrúnina, þá stökk grisling-