Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 35
SAGA
181
“Me.e-e —”
ÞaS var eins og öll hljóö náttúrunnar væru runnin
saman viö uppihaldslausan, beljandi stekkjarjarminn.
Dimmar og skrækar, lágar og mjúkar raddir blönd-
uöust saman og skáru sig út úr og bergmáluöu sjálfar
sig í Stekkjarhólnum háa, sem var skamt fyrir ofan
stekkinn.
Og aö eins þetta “Me—” myndaöi allar þessar mis-
jöfnu, margbreyttu raddflúðir og hljómstrauminn sjálf-
an.
‘ ‘M e—e—e—e—e—e—’ ’
Ærin kallaði á barnið sitt og lambið á móður sína.
— Ast, sorg og hræðsla bjó í loftinu — í hávaðanum.
Þessi hljóð voru svo ólík svæfandi, hversdagsgæf-
um nið árinnar og kæfðu hann, með öllu. Oeðlileg á-
kefð og læti — hamfarir manna og málleysingja, í
hreyfing og hljómi, lýsti því að hér væri verið að brjóta
lög náttúrunnar. Brothljóðið er ætíð svo hátt og
skerandi.
Það var búið að færa lömbin frá mæðrum sínum
ur aðalstekknum og einangra þau í lambastíunni. Sumar.
framtíð þeirra var móður. og mjólkurleysi, hefting,
hnappseta, rekstur og afrétt.
En ánna beið sorg móðurinnar yfir mistu afkvæmi,
samanrekstur kvölds og morguns, úr fjalli og á; hund-
ga, hlaup og hræðsla; kvíar, kvíaból og mjólkurtogun
endalaust, endurtekið ónæði, alt heila sumarið.
Keli stóð á stekkjarveggnum og veifaði priki sínu