Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 38
184
SAGA
‘ ‘Me—e—e—e—e—”
“Gríptu lambiS, strákur!” var kallað.
Söngurinn hætti snögglega. ÞaS var litli hrússi
Forustu-Hvítar, sem jarmabi, en. smalinn, sem stóö í
dyrunum meö Imbu vinnukonu,. sem kallaði. I einu
augnabliki sá Keli lambiö viö hlið sér á veggnum, sem
komið hafði aftan að honum, og ætlaði hann sér að
vera skjótur til taks, en áður en hendur hans snertu það,
heyrði hann klukkuhljóð við eyra sér og var oltinn
um koll út af veggnum. Forustu.Hvít hafði stokkið í
hendings kasti upp á bakið á annari á og þaðan upp á
vegginn til lambsins síns, og hrundið Kela um koll á
stökkinu. Hann var svo heppinn að meiða sig ekki, því
fallið var ofan á grænan og sléttan grasbalann, sem var
kringum stekkinn.. En brókin hans var ekki lengur
hvít. Oyndislegir, gulir og dökkjarpir flekkir, voru um
hana alla að aftanverðu, því byttan hafði orðið aftur á
bak, og honum fanst hún eins og hálfklessast við sig á
köflum. En hann kærði sig kollóttan. Hann hafði fyrri
velkt brókina sína, og það í smærri bardögum en þessi
var. Prikið hafði hann mist á fallinu og greip hann
það upp um leið og hann stóð á fætur.
Faðir hans og einn. vinnumannanna, voru á hælum
lambsins, sem einhvern veginn hafði losað sig úr haft-
inu eða slitið það, og voru þeir komnir heim að stekkn-
um frá lambarekstrinum, en Forustu.Hvít var á sama
tíma komin upp á Stekkjarhólinn með hrússa sinn við
hlið sér. Bóndi stanzaði í stekkjardyrunum og hafði