Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 46
192
SAGA
Hákarlinn og
íslendingnrinn.
Hvar sem var litit5 um löndin og sæinn,
var lífit5 vit5 tyrstu sýn tilgangslaust böl.
Sjálfs síns afkvæmi át þat5 á daginn,
sem ól þat5 um nætur í hungri og kvöl.
i.
Lífið er stríð.
Oendanleg barátta frá fyrstu frumu til hæstu hug-
sjóna.
Alt hefir svanginn, sem í þarf að tína, ef lífsloginn
á ekki að kulna út.
Ef fífu.“stöngin” fær ekki lýsi, rakið tólg, kveik-
urinn olíu og rafbrennirinn magn, þá hættir að loga
á grútarpönnunni, kertinu, lampanum, perunni.
Lífsloginn og ljósloginn eru bræður. Brennuvarg-
ar. Mathákar. Oróaseggir. Eyðsluklær.
En þrátt fyrir allar undanfarandi og yfirstandandi
átaldir og drápsaldir á jörðinni, er æðsta dýrið, sem
mest drepur og mestu eyðir, víðast hvar, að reyna til að
læra smátt og smátt, að nota mannúð í stað grimdar viö
líflátin.
Ilvort þetta er að eins stundarvakning í betrunarhúsi
lifsins, sem beittari hnífar og beinskeyttari vopn véla-