Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 59
SAGA
205
Þungir yasar.
Jóhann Bjarnhéöinsson hafSi verið mesti maura-
puki meðan hann lifði hér á jöröinni. En. nú var hann
kominn til guös, sagöi konan og krakkarnir líka, sem
blessuðu hann fyrir alla auðlegöina, sem hann skildi þeim
eftir. En þetta var samt ekki satt. Hann var raunar
dáinn, en samt ekki korninn alla leið til guðs.
Sú ferö gekk nú ekki þrautalaust. En Jóhann haföi
alt af veriö kappsmaður og komið sínu fram viö Is-
lendingana útlendu, og lét þá vanalega lúta i lægra
haldi. Það fanst honum skemtilegast, og það hugsaöi hann
með sér, að svo skyldi enn verða. En gætti þess ekki,
að þaö er sitt hvaö, að skifta við almættið, eða Islend-
ingana í Winnipeg.
Það er upp á móti til himnaríkis, en. Jóhann orðinn
feitari og mæðnari, en í fjallgöngunum á Islandi forð-
um daga, og öllu óhægra að losa sig viö ístruna hinu-
megin, en hérna, sem ekki er þó svo létt sök, fyrir alla.
Svitinn streymdi niður af honurri, og honum fanst hann
svo þungur til gangs, að það var engu líkara, en hann
bæri margar vættir á bakinu, og þó bar hann engan
P°ka. tlann skildi ekkert i þessu. Hann ðskaði sér,
uð reiðin sín mikla í Winnipeg væri komin til sín, en
b'tti ekki á óskastundina. Hann hafði svona hálft í
hvoru átt von á vængjum, til aö létta ferðina, en. þeir
vorit ókomnir enn þá. Hann varð því að reyna að
bjargast við þessa tvo fætur, og reyna að láta þá bera
s'g upp á fyrirheitna landið. En þunginn, setn þrýsti