Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 60
206 SAGA
honum niöur, var óþolandi. Hann þuklaöi sig allan,
hátt og lágt. En hann var eins og hann átti aö sér aS
vera. En hvaö var þetta? Allir vasar hans voru hálf.
fullir meö eitthvaö, og þó var hann viss um, aö hann
heföi ekkert í þá sett, þegar hann fór að heiman. Hann
fór með hendina ofan. í hægri buxnavasann, og ætlaði
að sjá hvað í honum væri, en það var svo þungt, að
hann gat engu loftað. Og þó fanst honum, þegar hann
þreifaði á því, að það myndi ekkert annað vera en
vanalegir málmpeningar og bankaseðla'r. Hann’ setti
þumalfingur og vísifingur niður í þjófavasann litla, sem
var innan í stóra vasanum á treyjunni hans, hægra
megin. Þar fann. hann marga miða, og eftir ummáli
þeirra og þykt að dæma, skildi hann strax, að þeir
mundu vera farseðlar Strætisvagnafélagsins í Winnipeg.
En svo voru þeir þungir, að, honum var ómögulegt, að
lyfta þeim upp úr vasanum, með tveim fingrum. Loks-
ins gat hann velt einum þeirra upp úr vasanum, og lét
hann liggja í lófa sínum. Hann hafði oft í lifanda
lífi, vegið bögla í hendi sér, og var natinn að gizka
á rétta þyngd þeirra. Og nú gat hann sér til, að far.
seðillin.n myndi vega vel veginn fjórðung. Honum fanst
þetta ganga göldrum lengra. En eitt var þó máske
enn einkennilegra. Hann þekti farseðilinn. Hann hafði
notað hann fyrir mörgum, mörgum árum síðan, en tek-
ið hann upp í skuld hjá karli einum, ásamt fleira smá-
dóti, úr vösum karlsins, þegar Jóhann var búinn að
krækja i öll hans cent í knattleiksspili, og karlinn gat
eigi lengur borgað honum í peningum, það sem veðjað
var á leikinn. Því Jóhann hafði æfinlega verið hepp-
inn með kappi sínu, enda oftast valið þá til leiks við
sig, sem voru ósnjallari en hann. Karlinum hafði komið