Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 68
214 SAGA
sem ekki hefir verið heilagur hér á jöröinni, og átt víst
sæti á himnum, í heldri manna röö.
Hversu mikill tólffótungur sem maSurinn er, breytii
ástin honum þó um stundarsakir í fiörildi.
Jötunnuxinn er andstyggilegastur og verst aS vara
sig á homjm, þegar hann fær vængina. Svo verSur
ruddinn, sem ríkur verSur.
Margir dómar þeir, sem dæma menn til hegningar
og dauSa, skapa stærra böl, en glæpur sá, sem veriS er
aS hegna.
Sósíalistarnir brjóta veginn. Og á eftir brautryðj-
endunum staulast samvinnufélög borga og bygSa, verka-
manrsafélögin og allir frjálslyndu flokkarnir. En á
eftir þeim höktir svo afturhaldiS nauSugt, viljugt, bölv-
andi og ragnandi, en bærist samt áfram, áfram,
AFRAM!
Islendingum ferst illa viS þorskinn. Fyrst veiSa
þeir hann meS vélum og drepa hann, og síSan brigzla
þeir honum um heimsku, sökum þess hanr. gat ekki
séS viS þeim.
Vísindin eru gróSursett tré á gröfum dáinna trúar-
bragSa.
Sannleikurinn er sjaldnast sagna beztu — nema 1
orSi.