Saga: missirisrit - 01.12.1926, Qupperneq 75
r SAGA 221
A aöal krossgötum allra stórborga, standa lögreglu-
þjónar, sem hafa hemil á öllum þeim ógurlega vagna-
straum, sem um strætin renna, og hafa hendur i hári
verstu reiögapanna. Spámenn vorra tíma, sjá sömu
reglum fylgt uppi í himninum, eftir svo sem 20 ár, og
nú tíðkast á jöröu niðri. Þvi þá verður umferðin engu
minni þar, en hérna í Winnipeg á Portage og Main núna.
Til þess að forðast slysin í loftinu, eins og á strætunum,
verður að setja ströngustu reglur. Og til að sjá um,
að þeim verði framfylgt, verða lögregluþjónar þar uppi
í körfu-flugvelgjum (balloons), sem stjórnað er neðan af
jörðinni, sem samsvarar þeim lögverndurum, er á kross-
götunum standa nú. . Og eins og lögregluþjónarnir á
móturhjólunum elta þá uppi, sem fara hraðara um stræt-
in en lögin leyfa nú, þannig verða þá lögverndarar á
flughröðum loftsendlum, sem grípa Verstu gapana og
lúskra þeim. En jafnvel þótt harðsvírugustu angur-
göpunum tækist að sleppa um stundarsakir frá lög.
verndurunum og réttlátri járnkrumlu laganna, þá yrði
það skammgóður vermir, því allar flugreiðar og loft-
skip, verða þá tölusett, eins og reiðarnar eru nú. Svo
sökudólgurinn yrði tekinn ískaldur í hnakkann, strax
og hann kæmi ofan úr svölu loftinu, niður á jörðina.
Ut um hvippinn og hvappinn fer auðvitað hver og
emn eins geyst og honum sýnist, eins og t. d. á loft-
leiðinni milli Winnipeg og Reykjavíkur. Þar verða
^engir lögregluþjónar til að draga úr súgnum. Og ef