Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 78
224 SAGA
gamlar og eldri. Sumar eins gamlar og pýramídarnir.
MeS mikilli gaumgæfni bar hann þessar fornu haus-
kúpur saman viS hauskúpur manna og kvenna, sem lifaö
höfðu á Englandi á átjándu og nítjándu öld. Saman.
buröurinn sannfærSi hann um, aS breytingar þær, sem
taldar eru upp hér á undan, heföu átt sér staö, og væru
aö eiga sér staö.
Eftirtektarveröast er, aö breytingar þessar viröast
fara hraöar en margan grunar. NútíÖarmaÖurinn kem-
ur fram í Evrópu viö lok hins svonefnda “Mousterian,”
tímabils — ekki meira en fyrir svo sem 22,000 árum
siöan. H'ann haföi stærri heila, sterkari kjálkabein og
stórfeldara andlitsfall, en hinir beinu afkomendur hans
nú á tímum. Sum einkenni hans hafa hjaönaö út hröö-
um skrefum, en önnur orðið meira áberandi. Kinnbein-
in háu hafa færst inn. Flatt og breitt nefið orðið
hærra og þynnra. Munnurinn minkað og hakan
mjókkað.
Eftir skoðun Sir Arthurs, þá sýna vissar ættir og
tegundir manna breytingu þessa hraðar en aðrar, sem
virðast halda befur í gamla rnóðinn.
LESTRARVÉLIN.
Fyrverandi sjóliðsforingi Bandaríkjanna, Bradley
A. Fiske, er nýbúinn að búa til “lestrarvél”, sem er a
stærð við lindarpenna, þegar hún er lögð saman, og