Saga: missirisrit - 01.12.1926, Side 80
226 SAGA
menn geta stungi'S í vasa sinn eftir vild.
Fiske sjóliösforingi lét af herþjónustu 1916. Hann
hefir gert margar merkar uppfundningar, en flestar eru
þær í þágu hernaðarandans, nema þessi.
GRÓÐRARAUKI MEÐ RAFMAGNI.
I.
I síðastliSnum september (1926), bárust þær fréttir
frá Berlín á Þýzkalandi, að framúrskarandi góð upp_
skera hefði verið framleidd af hinum “Deutsche El-
ektrokultur” í Berlín, með rafmagni úr loftinu. Er
þetta ný uppfundning, sem reynst hefir svona ágæta vel,
því þótt hugmyndin, að frjófa jarðveginn með rafmagni
úr loftinu, megi teljast gömul, þá er fullyrt, að þetta sé
í fyrsta sinn, sem tekist hefir að nota hana með ágætum
árangri.
Rafmagnið er tekið úr loftinu með vírkerfi, sem
liggur yfir akrinuni eins og fálmangar, og er tengt við
seguljárnstöng. Aðrir vírar leiða rafmagnið niður í
jörðina, og breiðist út undir yfirborðinu. Uppfundning
þessi var reynd á tveimur tilraunavöllum, sem lágu sam.
an, og höfðu aldrei áður verið frjófaðir. Akurinn raf-
magnslausi gaf af sér afar lélega uppskeru, en sá raf-
magnaði ótrúlega mikla.
II.
Sumariö 1915, er var annað ár stríðsins mikla, gerði
Eiríkur Hjartarson, raffræðingur í Reykjavík, sem þá