Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 84
230 SAGA
og sex gráða frost fyrir neSan zcro. Og jörSin heldur
áfram aS smákólna, unz alt líf hennar kólnar út.
Klukkuskífan er hnitmiSuð eftir útreikningi um
sólarhitann, en í þeim fræSum er prófessor Nernst álit-
inn aS vera allra manna snjallastur, og hefir hlotiS
heimsfrægS fyrir. 'Skífan sýnir aS enn verSur hægt aS
lifa á okkar góSu og gömlu jörS í hundruS miljónir
ára, og hafa því eingir neitt aS óttast fyrstu vikurnar,
nema ef þaS væru dómsdagsmennirnir.
STERKUR GEISLI.
Aflmestur allra geisla, sem enn hafa þekst í
vísindaheiminum, er Cathode.geislinn, sem læknirinn W.
D. Coolidge, Ph. D. í Schenectady, N. Y., í-Bandaríkj-
unum, uppgötvaSi í haust. Næstur honum kemur Milli-
kan-geislinn, sem dr. A. A. Millikan uppgötvaSi, þegar
hann var prófessor viS Chicago háskólann, og vísinda.
menn viSurkenna aS sé til, en sem enn hefir ei tekist
aS hafa fullan hemil á. En þriSji í röSinni er nú orS-
inn gamli X.geislinn, sem kunnur mun flestum, er línur
þessar lesa.
Svo miklu magni þrunginn er þessi nýi geisli, aS
félli hann á mús, þótt ei væri nema örlítiS brot úr
sekúndu, þá leysti hann hana alla í sundur, þótt búkur-
inn brynni ekki. Nú á læknisfræöin eftir aS færa ser
þenna ógurlega geislakraft i nyt, sem dr. Coolidge tókst
eftir langa mæSu aö einangra úr ljóshafinu mikla.