Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 85
SAGA
231
HEILASKEYTI.
Fáir rithöfundar hafa spá’ð jafn mörgum vísinda-
legum framförum, og skáldsagnahöfundurinn og jafn.
aSarmaöurinn enski, H. G. Wells. Imyndunarafl hans er
framúrskarandi, og hinir ótrúlegustu draumórar, viröast
næstum sannir viöburöir í sögum hans. I einni af bók-
um sínum, “Men Like Gods”, lætur hann söguhetjuna
tala viö Sælulandsfólkiö, og þaö viö hann. Honum finst
fyrst, þaö mæli við sig á ágætri ensku, en veröur þess
Lrátt var, aö það segir alls ekki neitt, og tunga þeirra eru
hugsanir, sem berast beina leið sem geislun (hugskeyti)
frá heila til heila.
Nú nýlega segir Boston Trinscript frá því, að pró-
fessor Cazzamali í Milan, hafi tekist að beizla heila-
geislunina svo vel, að hann hafi náð hljóðöldum hugans
frá dáleiddum manni, með nýjustu rodfo.verkfærum, dá-
htið breyttum. Sé fregn þessi ábyggileg, verða hug-
skeytin samtöl framtíðarinnar, sem hvorki fjöll né höf
ué fjarlægð, getur truflað.
I'ótt þetta hljómi nokkuð lýgilega í eyrum, og virð-
lst heldur heyra til draumsýnum skáldspekingsins enska,
en raunveruleik vísindamannsins ítalska, þá er það nú
heimssagan, að flestir loftkastalar vitringanna færast
emhverntíma ofan á jörðina. Og frá vísindalegu sjón-
arnnði, virðist uppgötvun Milans prófessorsins einkar lík.
(eg og í samræmi við “öldukenninguna”, sem nútíðar
vísindin hossa liæst.