Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 87
SAGA 233
skipum og mannlausum vinnuvélum, hafa þegar verið gerö,
sem láta að stjórn þess, sem stýrir í mikilli fjarlægö,
sem ættu að vera orðin svo fullkomin að liðugum tuttugu
árum liðnum, að þau gætu orðið almenningi nothæf. Og
á seinni hluta þessarar aldar, verður öll erfiðisvinna á
öllum sviðum framkvæmd algerlega af hagnýttum nátt-
úruöflum og vélum, sem maðurinn stjórnar með einum
fingri. Þá verður líka þráðlausa taltækið, sem nýlega
hefir verið reynt með allgóðum árangri, orðið svo full.
komið, að öllum líkindum, að nienn bera þetta litla verk-
færi í vösurn sínum, og tala við hvern sem er, hvar sem
þeir eru staddir. Menn eru alt af að færast nær þeim
skilyrðum, sem ættu að geta látið þeim líða rniklu bet.
ur, en forfeðrunum. En verður það svo? Verður lífs-
sælan meiri, ánægjan dýpri, fögnuðurinn innilegri? Er
eigi ástæða til að ætla, að það sem mönnunum fer fram
á einu sviði, fari þeim aftur á öðru? Nútíðarmaður.
mn, með öll sín mörgu tól, vélar, uppfundningar, vís-
mdaiðkanir og skemtanatilraunir, virðist hvorki sælli né
gáfaðri en fyrirrennarar hans, þótt líf hans hafi lengst,
auðlegðin. margfaldast og þægindin þrefaldast. Alt virð.
>st benda á, að heiminum, eins og hann er nú, yrði þaö
affarasælla í framtíðinni, að eignast meira af Búddhum
°g Konfúsíusum, en Edisonum og Fordurn, þótt snjallir
seu. Eignast meira af heimspeki en vélspeki. Þegar
öllu er á botninn hvolft og á alt litið, þá virðist gamla
kenningin alt af ný, á hversu marga vegi sem ólíkar
skoðanir skilja hana, að eign og umráð jarðarinnar gagni