Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 95
SAGA 241
skal reka hnífinn í helvítiö á þér, ef þú ferö ekki frá.
Vék óvætturin þá frá honum, og hentist meö miklum
hraða upp tindinn aftur, og sýndist fara stækkandi eftir
því sem hún fjarlægöist meir.
Eftir þetla gekk Guöna vel feröin heim. En býsna
hræddur varö hann eftir á. Einkum þegar hann haföi
sagt frá atburði þessum, o,g heyrði að á fjallvegi þess-
um hefði menn horfið, sem aldrei fundust.
ÖNNUR ÓKIND.
(Handrit Halldórs Daníelssonar.)
Sami sögumaður, og hér að framan er greindur,
sagði mér að hann heíði talað við Jón nokkurn Kærne-
sted, er hafði þar, einhverstaðar á Vestfjörðum, séð
einhverja ókind, sem hann hefði elt með hlaðna byssu.
Komst han.n aldrei í skotfæri við hana, en elti hana, þar
t>l hún steyptist fram af sjávarhömrum, og skildi þar
ffleð þeim. Sýndist honum hún. velta áfram, en veru þó
að einhverju leyti í mannsmynd, að því er honum virtist.
ÓLAFUR DRELLIR OG JÓN KENGUR.
(Handrit Halldórs Daníelssonar.)
Ölafur drellir Einarsson prestlausa, prests í Gríms-
tungum, sagði ýmsar sögur af sér, einkum þegar hann
var sjómaður “hjá Gísla ríka, útvegsbón.da í Öndverðar-
nesi , eins og hann sjálfur sagði frá. Gísli þessi var