Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 98
244 SAGA
þar. Rak þaS síöan hjá Vogi. Þá var sýslumaður í
Mýrasýslu Jóhannes Guömundsson, sem hélt strandupp-
boöiö. Að loknu uppboöinu, var gestum boðið heitt
púns. Þegar púnsglasið var rétt til Jóhannesar sýslu-
manns, sprakk það, en drykkurinn spiltist allur.
Á heimleið frá uppboðinu, varð Jóhannes sýslumaður
úti í foraðsbyl af norðri, ásamt Guðmundi Jónssyni,
smið frá Hamraendum, 11. marz 1869, en ekki 11. febr.
sama ár, eins og margir telja.
II.
Þegar Þorsteinn prófastur Helgason, kom alkominn
til prestakalls í Reykholti, 1833, fauk af honum hattur-
inn, er hann reið heim traðirnar. Séra Þorsteinn drukn-
aði í Reykjadalsá, veturinn 1839. Reið út á ónýtan ís,
æði því, er hann hafði haft þá um nokkurn tíma. Séra
Þorstein.n var framkvæmdarmaður mikill, en tók fásinnu
mikla.
III.
Þegar Jón prófastur Þorvarðsson flutti að Reykholti,
1862, fótbrotnaði reiðhestur hans undir honum, fyrir
utan Grímsstaði, næsta bæ við Reykholt. En séra Jón
dó, haustið 1866. Séra Jón var lipurmenni hið mesta.
Hestamaður mikill, heppinn læknir og klerkur með af-
brigðum. Kvenhollur þótti hann og drykkjugjarn, en
gætti þó ætíð hófs.