Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 102
248
SAGA
DRAUMUR.
(Frásögn húsfrú önnu Gestsson, Mountain, N. D., 1926.
— Mrs. Gestsson kann sögu þessa miklu mergjaöri og
lengri, en sökum vissra athuröa í henni, birtir hún aö eins
þennan þátt, fyrst um sinn.)
Á seinustu árunum, sem við hjónin, Jónas Jónasson
og Anna Kristjánsdóttir (síðar Mrs. Gestsson) bjuggum
á Tjörn við Sauðárkrók, bar svo við, aS maður, sem eg
hafði áður verið samtíSa í fjögur ár, Grímur að nafni,
úr Hegranesi,. kom heim til mín og biður mig um að
gefa sér að boröa, því að hann hafi engan mat bragðað,
síðan daginn áður, og gerði eg það með glöðu geði.
Bann kom neðan frá Héraðsvötnum og kvaðst hafa mist
hesta sína. Sagðist hann vera að leita þeirra og myndi
nótt verða kornin, þegar hann kæmi til baka, og þætti sér
verst að þurfa að rífa Jónas upp úr rúmi til að láta hann
ferja sig, því maðurinn minn var ferjumaður á vestari
Os Héraðsvatnanna. En Grímur bætti því við, að hann
gæti reyndar ferjað sig sjálfur. Sagði eg þá í glensi við
hann á þá leið, að eg héldi að þeir væru því nú vanastir,
sumir Nesmennirnir, að ferja sig sjálfir. Kvaddi hann
svo og fór.
Klukkan ellefu um kvöldið var hann ókominn, svo
við háttuðum. En klukkan fimm vorum við vakin af
tveimur mönnum, sem báðu um ferju. Daginn áður
hafði maður nokkur, Þorvaldur að nafni, frá Sauðár-
króki, verið að hjálpa manninum mínurn til að ferja, þvi