Saga: missirisrit - 01.12.1926, Side 104
250 SAGA
átti með ferjuna. En nóttina áöur dreymir mig, aö
mér þykir Grímur koma inn aö rúminu mínu, og fanst
mér hann vera alveg eins búinn og þegar hann druknaði.
Dapur virtist mér hann vera á svip, og ekki heilsaði
hann mér, en ávarpaði mig á þessa leið:
“Aldrei hugsaði eg að þú værir svona illgjörn,
Anna, að fara að ímynda þér, að við gerðum Jónasi
nokkurt mein, þótt hann tæki aftur við ferjunni. Það
er síður en svo, því okkur er mikil raun að því að
hann liði skaða af því við tókum ferjuna."
Við þetta hrökk eg upp, og sýndist mér þá um leið
maðurinn ganga fram úr dyrunum. En draumur þessi
hafði þau áhrif á mig, að eg var aldrei neitt hrædd
eftir þetta um manninn minn, þótt hann kæmi seint heim
frá Osnum, enda varð hann aldrei fyrir neinu slysi
meðan hann hafði ferjustarfið með höndum.
DYSJAR Á HÖRGÁRDALSHEIÐI.
(Sögusögn Stefáns bónda Sigurt5ssonar á Víóivöllum
í Ný-lslandi.)
A. svokölluðum Heimari-Slakka, norðanverðu á
Hörgárdalsheiði, eru haugar eða dysjar, sem eiga að
vera frá þeirn tíma, er Hörgdælir og Skagfirðingarjík-
lega fá fremstu bæjurn þar, er not höfðu af heiðinni fyrir
hagagöngu, börðust, og sagt er að Hörgdæla saga segi
frá, sem nú mun. glötuð, en fróðir menn fullyrða að til