Saga: missirisrit - 01.12.1926, Síða 117
SAGA 263
Kinn fagran sumardag nokkrum árum seinna, sátu
nokkrir drengir á árbakkanum og voru a'<5 spjalla saman.
Bakkinn var snarbrattur og var áin djúp fyrir neSan.
Einn drengurinn, er sat framarlega á bakkanum, sneri
sér til eitthvað ógætilega og hrapaði fram af. Enginn
drengjanna treys,ti sér að stökkva í ána og reyna aS
bjarga drengnum, sem eigi gat synt. íslenzka blaSa-
drenginn bar þar að, er hinir stóðu ráðalausir. Þeir
sögbu honum, hver haföi dottiö í ána, og hugsaöi hann
sig ekki um augnablik, heldur fór úr treyjunni og fleygöi
sér í vatnið. Hann hafði lært dálítið til sunds heima á
Islandi, og þótt straumur væri í ánni, gat hann náð til
drengsjns, er hraktist með straumnum. Með miklum
erfiðismunum gat hann komist með hann að bakkanum.
Gátu drengirnir, sem á bakkanum voru, með naumindum
hjálpað hinum þjakaða ungling að ná haldi i bakkanum,
sem var snarbrattur, og bjuggust þeir svo til að draga
hann upp. Islenzki drengurinn gat ekki meira en kom.
ið honum að bakkanum. Þrótturinn var að hverfa og
ain var djúp þarna, svo straumurinn tók hann, og efrir
stutta stund var hann horfinn.
Við förum fljótt yfir sögu.
Hann var seytján ára, þegar hann dó. Hann. lét
lífið til að bjarga úr lífsháska drengnum, er hafði strítt
honum mest. Hann var lagður til hvíldar viðhafnarlaust.
h'áir voru viðstaddir, því hann hafði ekki kynst mörg-
um. Enginn minnisvarði markar leiði hans, og engin
blóm eru þar ræktuð. Ekkert annað en þykkur grasflóki