Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 122
268 SAGA
“Já, þaö er nú svo sem hægt, en þó mér komi þaö nú
ekki beinlínis beint viö, þá finst mér þó rétt af mér að
segja þér, að eg hefi aldrei málað epli á iðnmerki skradd—
ara, og svo eg segi þér sannleikann, þá finst mér það
alls ekki eiga við.”
Svo sagði eg. En skraddarinn bara hló að mér
langan hlátur, og hann leit á mig me'S svo niðurlægjandi
meSaumkvunaraugum, að mig sárlangaði til að gefa
honum á hann.
“Þú þekkir Evu?” spurði hann glottandi.
“Það getur nú varla heitiS,” svaraði eg; stutt.
“Var það ekki hún, sem fann upp fötin — þetta
starf sem eg geri?”
“Jú, það er víst,’’ svaraSi eg, og hélt aS hefði losn-
að skrúfa í höfuðvél skraddarans.
“Mér þykir vænt um hve vel þú skilur mig, málari
góður. En fyrst þú skilur svona mikið, þá hlýtur þaS
aS vera bersýnilegt fyrir þig, aS alt saman var samt
eplinu að þakka. Ef Eva hefði ei af því etið, þá er eins
iíklegt, að hún væri að stríplast ber, enn þann dag í
dag, og hvar stæSum við skraddararnir þá?”
Eftir þetta málaSi eg epliS umyrðalaust.
ÁGÆT UPPBÖT.
“GuS er mér til vitnis um, að eg hefi ekki meiri
peninga en þetta,” sagði brúSguminn, um leið og hann
reitti tvo grút-óhreina dollars.seSla og fáeina silfurpen-
inga upp úr vasa sínum og fékk prestinum, en þegar
hann leit á prestinn og sá hve andlit hans varð langt og
ölmusulegt yfir pússunartollinum, flýtti hann sér aS
bæta við: “En éf viS eignumst börn, þá megiS þér
vera viss um, að eg skal senda þau öll á sunnudagsskól-
ann ySar.”