Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 4
í stað þess að hefja sameiginlegar hernaðaraðgerðir gegn Þýzkalandi þá þegar — eins og bandalaginu bar skýlaus skylda til að gera samkvæmt lögum sínum — samþykktu þjóðirnar hver af annari „takmarkaða“ lier- væðingu Þýzkalands. Þannig sviku þær enn yfirlýst loforð sín og heilög heit. Sú „takmarkaða“ hervæðing varð ótakmörkuð eins og menn hafa nú fengið að þreifa á — og þó hún yrði mörgum dýr varð hún engum dýrari en Þýzkalandi sjálfu, sem nú hefir glatað sjálfstæði sínu og frelsi, og hin þýzka þjóð, sem í heimsku sinni og skammsýni hyllti glæyaklíku Hitlers og fékk henni völd býr nú við sult, drepsóttir, atvinnuleysi og örbyrgð i hrundum borgarústum Þýzkalands. Eitt af mörgum slagorðum nasist- anna var þetta: „Algjört stríð mun enda með álgjörðum sigri.“ — Stríð þeirra var algjört — ekki verður því neitað — en það vantaði aðeins einn staf í setninguna — það var ó-ið framan við síðasta orðið. Þanning skip- ast málin ekki ósjaldan fyrir þeim, sem treysta á „mátt sinn og megin“ og þykjast geta boðið öllum byrginn. ★ 1 þessum sal var það enn, hinn l.í. desember 1939, sem þing Þjóða- bandalagsins samþykkti að víkja Sovietríkjunum úr bandalaginu fyrir árás þeirra á Finnland. Sú athöfn var ein hin síðasta í sögu þess, því skömmu síðar hætti það störfum enda voru þá allar þær þjóðir úr því farnar, sem til hernaðarátáka hugsuðu, s. s. Japanir, Riissar, Þjóðverjar og ítalir, en smáríkin, sem innan þess voru, máttvana og dreifð og Bretland og Frakk- land sáu nú að ekki varð lengur „selt og keypt“ til að forðast nýja heims- styrjöld. En einnig hér er allt breytt. Rússland, sem þá var álitið lítils megnugt hernaðarlega, borið saman við hinar þjóðirnar — sérstaklega Þjóðverja og Frakka — er nú mesta herveldi heimsins og skortir það eitt á fullkomin yfirráðaskilyrði yfir öllum heimi, að það hefir ekki atom- sprenjuna ennþá tilbúna til þess að varpa henni á Bretland og Bandaríkin. ★ Og nú er komið nýtt þjóðabandalag, en það hefir ekki aðsetur sitt hér. Þessar miklu hallir standa að mestu auðar og tómar. Hér situr nú á rökstólum nefnd manna sem á að „gera upp þrotabú“ hins gamla þjóða- bandálags og þegar því uppgjöri er lokið mun hið nýja bandalag — „Sam- einuðu þjóðirnar" eins og það er nefnt — yfirtaka þetta mikla musteri, og koma hér fyrir ýmsum greinum starfsemi sinnar, einkum því sem sérstaklega varðar Evrópu. En enginn getur varist þeirri hugsun nú þegar að efast um hver verða muni örlög hins nýja bandalags. Það hefir nú starfað um skeið og ennþá hefir því ekki tekist að leysa eitt einasta vandamál. Innan vébanda þess 2 DAGREN NING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.