Dagrenning - 01.08.1947, Page 15

Dagrenning - 01.08.1947, Page 15
vísu tók ég það mjög skýrt fram þá, að mín skoðun gæti reynst röng og meira sagði ég ekki þá, en að ég byggist við því, að upp úr slitnaði þeim sýndaitiliaunum sem enn værí veiið með til samstaifs milli Sovietiíkjanna og Engilsaxa, en í huga alþjóðar varð þessi umsögn mín að nýrri heimsstyrjöld, sem þá ætti að verða skollin á í Evrópu. Af þessari reynslu verð ég að læra. Ég veit að ótalmargir spyrja: Hvað verður þá 2. janúar 1948? Ég mun því að þessu sinni fara gætilegar í sakirnar en hið fyrra skiptið og ekki einusinni láta mínar eigin tilgátur uppi. En á eftirfarandi staðreyndir má benda: Síðan 1941 eða í rúm 6 ár liafa sumir pýra- midafræðingar nákvæmlega athugað þessar reiknuðu línudagsetningar, sem ekki eru sér- staklega sýndar, heldur fylgja stærðfræðilegri reglu, sem menn liafa veitt eftirtekt í þessu sambandi. Sú regla er, að milli atbuiðaiins sem sýndui ei á táknmáli pýramidans og hinnai ieiknuðu dagsetningai líðui ávallt nákvæmlega /afnJangur tími — 150 dagar eða 5 mánuðii þiítugnættii. Nú var 6. ágúst greinilega sýndur á tákn- máli Pýramidans mikla, sem stallur er þjóð- irnar steypast fram af niður í djúpa en þrönga gjá. Af því sá atburður er á „engilsaxnesku línunni“ mátti auðvitað ætla að hann snerti fyrst og fremst hinar vestrænu þjóðir. Það varð og svo þar sem það var þann dag er fjárkreppan mikla, sem nú er skollin yfir, byrjaði hjá forustuþjóð ísraels nútímans, Bretum og mun lítið snerta Rússa. „Reiknaða línudagsetningin" verður því 150 dögum síðar eða 2. /anúar 1948. Hún verður, eins og hinar fyrri, sem sýndar eru hér að frarnan, á „rússnesku línunni". Höf- uðatbuiðuiinn þann dag — eða næstu daga þai í kiing — verður því á einhvein ábeiandi hátt í sambandi við Rússa. XI. Það má nú segja með sanni, að útlitið í heiminum er þannig nú, að á hverjum degi mætti búast við stórtíðindum. En það sem við köllum stundum stórtíðindi er oft ekki sýnt í mælingum Pýramidans mikla. Þannig var upphaf styrjaldar þeirrar, sem nýlega er lokið ekki sýnt á almanaki Pýramidans mikla. Styrjöld er oft ekki upphafsatburður heldur oftar liápunktur í langri þróun. Það eru því jafnvel oftar sýnd lok styrjaldar en upphaf. Haustið 1947 mun verða mjög svo við- burðaríkt og sögulegt á margan hátt. Mjög einkennandi er það, að nú eru hinar engil- saxenesku þjóðir, sem flutt hafa frelsi og menningu til þeirra landa og þjóða, sem þær hafa haft samskipti við, óðum að hverfa á brott og mun nú myrkur liinna fornu trúar- bragða og hverskyns heiðindóms leggjast yfir löndin á ný jafnframt því, sem Rússland æsir til uppreisnar allar þjóðir á meginlönd- um Asíu, Evrópu og Afríku, — og Ameríku eftir því, sem við verður komið. En á þessum myrka framtíðarhimni skín ein vonarstjarna, er lýsir því skærara, sem myrkrið verður meira og útlitið ískyggilegra. Hún er hin nýja þekking á því, að hinar engilsaxnesku og norrænu þjóðir séu hinn forni ísrael, sem við lok tímabilsins er ætl- að hið veglega hlutverk að verða þjónn Guðs við hina erfiðu fæðingu hinnar nýju aldar. DAGRENNING 13

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.