Dagrenning - 01.08.1947, Síða 5

Dagrenning - 01.08.1947, Síða 5
geisar styrjöldin áfram, sem geisaði á vígvöllum Evrópu og Asíu frá 1939 —191f5. Munurinn er aöenis sá, að Rússar eru komnir í stað Þjóðverja. Menn hafa gleymt því, að því er virðist, að það voru fyrst og fremst Rússar, sem hleyptu af stað síðasta ófriði, svo raunverulega var „sam- starfið“ við þá aðeins stundar blekking. Hverjum glöggskygnum manni hlýtur að verða það æ Ijósara, með hverjum deginum sem líður, að það getur ekki dregist lengi enn, að til fullkominnar sundrungar dragi milli Sovietríkjanna og hinna engilsaxnesku þjóða. En hver verða þá örlög þess- arar fögru hallar og þeirrar þjóðar — Svisslendinganna — sem gættu hennar og vernduðu í síðustu styrjöld? Verður hún e. t. v. aðsetursstaður yfirstjórnar þeirrar, sem Rússar setja á stofn í Evrópu þegar þeir hafa lagt undir sig allt meginland hennar? Það er haft eftir Stalin, að Sviss muni ekki „gleymast“ næst. — Eða verður hún e. t. v. lögð í eyði í sprengjuárás? Verður þessi friðsæli blettur hér — hin undurfagra Genfar- borg — e. t. v. þurkuð út af jörðunni með atomsprengju. ★ Það var endur fyrir löngu undurfagurt musteri austur í Jerúsalem. Dag einn gekk Kristur þar um ásamt lærisveinum sínum, sem dáðust að hinni fögru byggingu og einn þeirra sagði: „Meistari, líttu á, hvílíkir steinar og hvílík hús.“ En Jesús svaraði: „Sér þú þessi miklu hús?“ Ekki mun hér verða skilinn eftir steinn yfir steini, er eigi verði rifinn niður." — Sú spá hans rættist. Eins og allt annað, sem frá hans vörum kom, reyndist hún sannleikur. Hann hefir engu spáð um þetta veglegasta musteri, sem mannkynið enn hefir byggt. En hann hefir sagt oss það fyrir, að á „hinum síðustu dögum“ muni verða „slík þrenging, að engin hefir þvílík verið frá upphafi.“ Þegar atburðirnir benda til þess, að loka árekst- urinn sé fyrir dyrum eiga þeir, sem telja sig lærisveina Krists, að vera viðbúnir: „En þegar þetta tekur að koma fram þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar því lausn yðar er í nánd.“ Og hann sagði þeim líking: „Gætið að fíkjutrénu og öllum trjám, þegar þau fara að skjóta frjóöng- um, þá sjáið þér og vitið af sjálfum yður að sumarið er í nánd. Þannig skulitð þér og vita, að þegar þér sjáið þetta fram koma, er Guðsríki í nánd.“ Það þarf meira en lítið glámskyggnan mann til þess að sjá það ekki, að nú þegar hafa „öll trén í skóginum skotið frjóöngum." DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.