Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 10
er þetta tímabil auðkennt sem mjög mikið erfiðleikatímabil, nærri því jafn örðugt og tímabilið frá 4. ágúst 1914 til 11. nóv. 1918. Héldu því ýmsir, að þá mundi verða ný heimsstyrjöld, en aðrir spáðu fjárhagshruni og ýmiskonar vandræðum í sambandi við það.“ (Lbr. hér.) Þykir mér rétt að benda á þetta þar sem hér keniur fram sama fyrirbærið og 1928, er menn töldu að vel gæti kornið til nýrrar styrjaldar. Það dróst þó enn í nær 11 ár og svo getur enn farið, að nokkuð dragist að til kjarnorkustyrjaldar komi. VII. En auk þessa er enn eitt að athuga, sem aldrei má gleynrast. Nú við endalok hinnar „gömlu veraldar,“ sem æðri máttarvöld eru að brjóta niður til grunna til þess að önnur ný og betri fæðist, er það fleira en hin stjórn- málalega harðstjórn, sem þarf að hverfa úr sögunni. Öll þau kerfi, sem eru ranglát og þar af leiðandi viðhalda ranglæti og skapa nýtt ranglæti eiga og verða að hverfa úr sög- unni. Urn það atriði fórust A. Rutherford svo orð strax 1937: „Áður en „þúsund ára ríkið“ (hin nýja öld) kemur er nauðsynlegt að allar núverandi ranglátar stofnanir, þjóðfélags- legar, borgaralegar og kirkjulegar, verði þurk- aðar út af yfirborði jarðar, því það kemur að engu gagni, að „saurna nýja bót á gamalt fat.“ Öll heiðin stjórn, allar ranglátar stofn- anir, sérhver falskenning — trúarlegs, þjóð- félagsleg eða vísindalegs eðlis verður þurkuð út. Allt sem skolfið getur mun skjálfa, og aðeins það, sem byggt er á fullkomnu rétt- læti nrun standa.“ (Israel-Britain XIX. kap.) Eitt þeirra kerfa, sem hvað nrest rang- læti hefur skapað — e. t. v. á stundum rneira og svívirðilegra ranglæti og kúgun en hin versta stjórnmálaleg harðstjórn — er einmitt fjárhagskerfið, sem vestrænar þjóð- ir hafa búið við. Og einmitt nú við endalok þessarar styrjaldar kemur ranglæti þess allra bezt í ljós. Bretland, sem á tímabili stóð eitt uppi gegn nasismanum og barðist gegn honum eins og ljón rneðan Rússland var besti bandamaður Hitlers og Bandaríkin gátu enn ekki gert upp við sig hvað þau ættu til bragðs að taka, er nú hneppt í fjötra þessa svívirðilega hagkerfis. Öll forusta þess og fórn í ófriðnum er einskis rnetin af Mammoni þegar hann kenrur frarn á sjónarsviðið og heinrtar reikningsskilin. Svipað er að segja urn öll önnur lönd í Evrópu, er ekki hafa gengið undir hagkerfi Sóvietríkjanna. Hag- kerfi þeirra er að vísu að ýrnsu fullkonmara senr kúgunartæki en hagkerfi vesturvekl- anna, en þó jafnframt nokkru einfaldara og betur samhæft þeirn áætlunarbúskap og þrælahaldi, sem það hagkerfi byggist á. Um það verður ekki frekar rætt hér að þessu sinni. Flest hin vestrænu ríki eru nú annað- hvort gjaldþrota eða eiga örskammt eftir til þess að verða gjaldþrota nema Banda- ríkin. Þegar hin mikla fjárhagskreppa nú skellur yfir í öllum sínum mikilleik lokast fyrir mestöll viðskipti við Bandaríkin og afleiðingin verður sú að atvinnuleysið segir þar til sín fyrir alvöru. Með Marshall-plan- inu, eins og það enn hefur verið hugsað, mætti að vísu fresta eitthvað hinu yfirvof- andi atvinnuleysi Bandaríkjanna og yfirfæra það til Evrópu, en það yrði aðeins um stund. Að lokum fær þetta fjárhagskerfi, sem byggir á vaxtakúgun og þröngsýnni bankapólitík ekki staðist og mun hryn/a yfir höfuð þeirra sem halda fastast við það. Hinn nýi vestræni heimur verður að þora að horfast í augu við þá staðreynd, að það verður að hverfa burt frá því fjárhagskerfi, sem við nú búum við. Það verður að taka upp einn sameiginlegan gjaldeyri fyrir allar þjóðir og tollmúrar allir verða að hverfa úr sögunni. Hvert land verð- ur að fá nægilegan gjaldeyri til kaupa á nauð- synjurn sínurn annarsstaðar ef það leggur 8 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.