Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 6
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
2. janúar 1948
i.
Svo virðist sem flestir hafi liugsað sér að
spádómsdagurinn 6. ágúst 1947, sem ég
skrifaði nokkuð um í 1. hefti þessa árgangs
(febrúarheftið), mundi tákna nýja stvrjöld
í Evrópu rnilli Rússa og Engilsaxa. Að ný
heimsstyrjöld hefur enn ekki brotist út, nú
um miðjan ágúst, virðist hafa orsakað eins
konar „vonbrigði“ út af þessurn spádómi.
Margir hafa talað við mig um þetta og eitt
dagblaðanna hefir minnst á málið. Þyk-
ir mér því rétt að gera hér nokkra grein fyrir
því hvernig þessi mál öll koma mér nú fyrir
sjónir þegar 6. ágúst er liðinn og hægt er
nokkuð að átta sig á þeim atburðum, sem
eru að gerast og ennfremur að fara nokkrum
orðum um næstu dagsetningu, sem ætla má
að sé nátengd þessari, en það er 2. janúar
1948.
II.
Hið fyrsta er þá, að rifja upp í stórum
dráttum það, sem sagt var í grein minni í
febrúar s. 1., og sem ég nefndi: 6. ágúst 1947.
í þeirri grein segir m. a.:
„Þjóðir jarðarinnar eru ennþá staddar
í hinum mikla „neðanjarðarsal“ Pýramíd-
ans mikla, en sá saíur táknar hinn illa,
yfirstandandi tíma og öngþveiti það í al-
þ/óðamálum, scm nú ríkir. Sú skipan rnála
mannkynsins, sem táknuð er með þessum
sal, hófst 1914 og endar að fullu á tírna-
bilinu 1953—1956, samkvæmt mæling-
um í þessum sal. Greinileg tákn í þessum
sal sýna, að frá 2. ágúst 1945 mun líða
24i/í>mánuðir þrítugnættir þar til mann-
kynið stcypist fram af einum stallinum
enn í neðanjarðarsalnum og lendir þá of-
an í „pyttinn“ svonefnda í gólfi salarins.
(Rétta nafnið á þessum „pytti' er á máli
pýramidafræðinga á ensku, „the gaping
Pit“ og mætti því kallast „gjáin gínandi“
á íslenzku). Um þetta segir svo í hinni
áður tilvitnuðu grein A. llutherfords:
„Opið á „pyttinum" (lóðrétta gangin-
um) í neðanjarðarsalnum mikla er 241/2
þumlungi neðar en gólflínan við suður-
vegginn á sjálfum salnum, og gefur það til
kynna, að ágengnisstefnan og óheilindin
í alþjóðamálum muni ná hámarki 2 ár-
um síðar, þ. e. haustið 1947“
Ennfremur segir í sömu grein:
„Mælingar Pýramidans tiltaka 6. ágúst
1947 sem þann dag, er „ágengnisstefnan
og óheilindin í alþjóðamálum ná hámarki.“
Það er því engum blöðum um það að
fletta, að um þetta leyti kemur til einhvers-
konar stórfelldra átaka mili hinna tveggja
bandalaga, sem eru nú senn fullmynduð.
En þá er von, að menn spyrji: Hefst þá
ný styrjöld? Þeirri spurningu er mjög
erfitt að svara.“
„Frá mínu sjónarmiði merkir 6. ágúst
1947 það, að upp úr muni slitna öllum til-
raunum til þess að halda samkomulagi
milli Rússa og Engilsaxa."
----„Að þessu athuguðu virðist mér
4 DAGRENNING