Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 18
tm og fimm ára mun Efrairn verða hrunið
svo til grunna, að það verði ekki þjóð leng-
ur“ sýna, að hús ísraels var ekki í spádórn-
unum talið algerlega sundrað fyrr en síðustu
leifar þess voru fluttar til Assyriu af Esar-
haddon á fimmta áratug eftir fall ísraels-
ríkis, og á 65. ári eftir að spádómurinn var
birtur á fyrstu ríkisstjórnarárum Ahaz, Júda-
konungs. Þessi loka-herleiðing ísraellsmanna
fór fram árið 675 f. K. Þannig var hús ísraels
ekki álitið fyllilega sundrað fyrr en árið 675
f. Kr., líkt og hús Júda var ekki talið full-
komlega sundrað við hrun ríkisins, heldur
um fimm árurn seinna, þegar síðustú leifar
þess voru fluttar til Babylon árið 580 f. Kr.
Sjö tíðum eða 2520 árunr eftir 580 f. Kr.
kernur árið 1941; tímabilið, sem bent er til
í enda hinnar miklu neðanjarðarhvelfingar í
Pýramidanum, sem á að tákna endalok þreng-
ingatímabilsins og upphaf valdatíma ísraels
og Júda á því að verða næstu tólf ár þar á
eftir eða 1941—1953, eins og skýrt er frá í
öðrum kapítula. En eftir 1953 verður hið
löngu fyrirheitna Guðsríki fullkomlega stofn-
að til velferðar mannkyninu fyrir tilstilli gjör-
valls ísraels.
Áður en „þúsundaáraríkið" verður stofnað,
er nauðsynlegt, að allar núverandi ranglátar
stofnanir, þjóðfélagslegar, borgaralegar og
kirkjulegar, verði þurkaðar af yfirborði jarð-
ar, því að það kemur að engu gagni að
„sauma nýja bót á gamalt fat“. Öll heiðin
stjóm, allar ranglátar stofnanir, sérhver fals-
kenning — trúarlegs, þjóðfélagslegs eða vís-
indalegs-eðlis — verður þurrkuð út. Allt, sem
skolfið getur, nmn skjálfa, og aðeins það,
sem byggt er á fullkomnu réttlæti, mun
standa. (Heb. 12, 26.-28.), því að réttlætið
er nndirstaða hásætis Guðs. Þannig má telja
lokaþrengingarnar „aðgerð", sem nauðsynleg
er til þess að kollvarpa öllum ranglátum
kerfum, sem eiga fastar rætur í mannlegu
lífi, svo að hið löngu fyrirheitna Guðsríki
megi eflast um gervallan heim til blessunar
mannkyninu fyrir atbeina Israels.
II.
Spádómar um nútíma fartæki.
Þýðing járnbrauta.
Ritningin hefir sagt oss fvrir, að mikil
freðalög og mjög aukin þekking yrðu eðlis-
einkenni tímabils endalokanna og gera það
ólíkt öllum fyrri tímabilum í sögunni. I Dan.
12, 4., stendur skrifað: „Þegar dregur að lok-
um munu margir þjóta fram og aftur og
þekkingin mun aukast.“* Vissulega hefir
enginn spádómur rætzt jafnfullkomlega og
augljóslegar en þessi spádómur. I þýðingu
Ferrar Fentons á Biblíunni á nútíma-ensku
liljóðar þetta svo: „margir munu ferðast og
Jiekkingin mun aukast". Sérhver viti borinn
maður veit, að höfuðeinkenni síðustu aldar
eru hröð ferðalög og aukin þekking. Það er
eins og veröldin liafi sofið urn aldaraðir og
sé nú fyrst að vakna. Allar tegundir vél-
knúinna farartækja hafa verið fundnar upp
síðan í lok 18. aldar. Fyrir röskum hundrað
árum gat Napoleon ekki ferðast hraðar en
Faraóarnir, sem uppi voru 3000 árum á und-
an honum. Um aldaraðir hafði orðið að
nota dýr til dráttar á landi og segl og árar
á sæ. En hversu miklum breytingum hefir
ekki gufuvélin valdið á einni öld, rafvélin,
olíu- og bensínvélin, gufuskipin og flugvél-
arnar, sem þjóta yfir láð og lög heimsend-
anna á milli með geysihraða. Allt yfirborð
jarðar er orðið girt jámbrautarteinum og
gufuskip plægja öll höf heimsins, en yfir
landi og sjó eru áætlunarleiðir flugvélanna.
Öll þessi ferðarlög „fram og aftur“, sem hafa
* In the time of the end many shall run to
and fro, and knowledge shall be increased. Enska
Biblían. í ísl. Biblíunni er þessi sama setning þannig:
Margir munu rannsaka hana og þekkingin mun vaxa.
J.G.
16 DAGRENNING