Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 20
III. Spádómar um þekkingu nútímans. Daníel fulyrðir í spádómum sínum, að á „tímabili endalokanna „muni ekki ein- ungis „margir ferðast fram og aftur“ held- ur muni „þekkingin aukast.“ Vissulega hefir þessi spádómur ræzt, því að hinum auknu og bættu samgönguskilyrðum síðustu aldar hefir fylgt aukin þekking, svo að slíkt hefir ekki þekkst áður í sögu mannkynsins. Það eru engar ýkjur þótt sagt sé, að frá því í byrjun síðustu aldar hafi orðið þvílíkar framfarir í öllum greinum þekkingar, að slíkt hafi ekki þekkst áður frá því að menn stigu fyrst fæti á þessa jörð. Við lifum á dögum vísinda- legra rannsókna, þegar sérhvert skiljanlegt viðfangsefni hefir verið gaumgæft og krufið tli mergjar, að svo miklu leyti sem í rnann- legu valdi stendur undir núverandi kringum- stæðum. En til viðbótar þeirri þekkingu, sem sér- fræðingar í hinurn ýrnsu greinum hafa borið fram í dagsljósið, hefir almenn mentun auk- ist geysilega vegna ódýrrar kennslu og út- breiðslu bóka, tímarita og blaða í milljónatali, sem hefir verið óþekkt í heiminum til skamms tíma. Hinar miklu, auknu samgöng- ur, sem áður er greint frá, hafa mjög mikið stautt að því að útbreiða þekkinguna. Þannig hefir hin fyrgreinda aukning þekkingarinn- ar orðið í tvennum skilningi á „tímabili enda- lokanna:“ (1.) Mikil framför í öllum sérgrein- urn og (2.) aukin menntun almennings. Ár- angur þessarar auknu menntunar sést í hin- urn dásamlegu uppfinningum vorra tírna. Tilgangurinn með þessu er vel skiljanlegur þegar við minnumst þess, að þetta er „und- irbúningsdagur“ þúsund ára ríkisins. Allar þessar uppfinningar og nútíma þægindi, séu þau réttilega notuð en ekki misnotuð, eru mannkyninu til mikillar blessunar, og við viturn það, að þegar Kristur birtist sem kon- ungur, verður engurn leyft að nota neina uppfinningu í því skyni að vinna öðrum tjón, eða ná sér niðri á honum. Við höfum því fyrir augum vorurn hvílíkan dásamlegan viðbúnað Alvaldur hefir mannkyninu til blessunar, þæginda og farsældar, þegar ríki hans verður stofnað hér á jörðinni í mjög náinni framtíð. Við megurn því í sannleika biðja: „Til komi þitt ríki.“ En spádómurinn: „þekkingin mun auk- ast,“ hefir einnig ræzt á æðri og merkari hátt, en áður hefir verið lýst. Hann hefir ræzt með tilliti til orða Guðs og á birtingu guðlegra leyndardóma, sem fram að þessu hafa verið huldir mönnum, eins og sýnt er í orðasam- bandinu: „Halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er að endalokunum líður,“ (Daníel 12. 4), samanber einnig það er segir í 9. og 10. versi: „því að orðunum er leyndum haldið, þar til endirinn kemur og engir óguðlegir munu skilja það, en hinir vitru munu skilja það.“ Svo sem spádómurinn hefir ræzt á efnislega sviðinu, þannig hefir hann og ræzt á hinu andlega sviði. Aukin þekking á and- lega sviðinu hefir einnig orðið í tvennum skilningi: (1) Sannindi guðdómsins, sem hingað til hafa verið mönnum hulin hafa verið birt. (2) Almenn þekking á Biblíunni hefir stórum aukist á þann hátt, að hún er nú útbreidd í milljónum eintaka á hundr- uðum tungumála, og boðun fagnaðarerind- isins fer nú fram urn allan heirn: „Og þessi fagnaðarboðskapur um ríkið mun prédikaður verða um alla heimsbygðina til vitnisburðar öllum þjóðum, og þá mun endirinn koma.“ (Matt. 24. 14). Eins og fyr er getið hefir Guði þóknast að birta ráðagerðir sínar og áætlanir, sem franr að „tímum endalokanna“ höfðu verið huld- ir leyndardómar, því að Guð ákvað, að bók- in ætti að vera lokuð og innsigluð þangað til lokatímabilið hæfist. Þar af leiðandi hefir þekking aukist geysilega á guðlegum 18 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.