Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 39
hann kallaði hárri röddu til þess, sem hafði bitru sigðina, og sagði: Ber þú út bitru sigð- ina þína og sker þrúgurnar af vínviði jarðar- innar, því að vínberin á honum eru orðin þroskuð. 19. Og engillinn brá sigðinni á jörðina og afsakar vínvið jarðarinnar og kastaði hon- um i REIÐI-VÍNÞRÖNG GUÐS HINA MIKLU. 20. Og vínþröngin var troðin fyrir UTAN BORGINA OG GEKK BLÖÐ ÚT AF VÍNÞRÖNGINNI, svo að tók upp undir beizli hestanna um eitt þúsund skeið og sex h undruð. OPINBERUNARBÓKIN 19., frh. ij. Og ég sá einn engil, sem stóð í sól- inni, og hann hrópaði hárri röddu og sagði til allra fugíanna, sem flugu um miðhimin- inn: Komið, safnist sainan til hinnar miklu kvöldmáltíðar Guðs. 18. Til þess að eta hold konunga og hold hersveitarforingja og hold kappa og hold hesta og þeirra, sem á þeim sitja, og hold allra, bæði frjálsra og ófrjálsra og smárra og stórra. 19. Og ég sá DÝRIÐ og KONUNGA JARÐARINNAR og HERSVEITIR ÞEIRRA safnaðar saman til þess að heyja stríð við þann, sem á hestinum sat, og við herlið hans. 20. Og DÝRIÐ var handtekið og ásamt því FALSSPÁMAÐURINN, sem táknið gerði i augsýn þess, en með þeim afvega- leiddi hann þá, sem tekið höfðu við merki dýrsins, og þá, sem tilbeðið höfðu líkneski þess. Báðum þeim var kastað lifandi í ELDSDÍKIÐ, sem logar af brennisteini. 21. Og hinir voru drepnir með sverði þess, er á hestinum sat, sverðinu, sem út gekk af munni hans, og allir fuglarnir södd- ust af hræjum þeirra. Loks komum vér að síðustu bók Biblíunn- ar, Opinberunarbókinni. Þar sjáum vér að spádómamir úr Jesaja 63. og 34. eru endur- teknir í 19. kap., 11.—21. versi. Þar eru not- uð sömu táknin. Vínlagarþróin, sláturshúsið og blóðstokknu fötin. Sannar þetta að 19. kap. Opinberunarbókarinnar ræðir um sama dóminn — dóminn yfir Edom-Þýzkalandi við lok aldarinnar. Guð er sá trúi og sannorði, sem efnir öll loforð sín við Jakob. Dóniur hans og her- ferð er réttvís. Hann, sem hefir augu eins og eldsloga, ber mörg ennisdjásn, skapaði alheiminn með orði sínu og viðheldur hon- um með því og heitir konungur konunga og Drottinn drottna. Út af munni hans gengur sverð, sem sundrar Möndulveldunum. Hann brý’tur (stjómar ekki) óvini sína með jám- sprota. Hér er nákvæm lýsing af Guði, er hann hefst handa að efna orð þau, sem hann á öllurn öldum liefir mælt með munni spá- manna sinria. Þessi dagur er umræðuefni allra spámannanna. Á Jrað Jdví vel við að Jóhannes postuli sér efnd þessara orða Guðs, um dóm yfir Möndulvejdunum, táknaða með því að „Orðið Guðs“ fer til bardaga. Það er í raun og veru barátta hins mikla dags almáttugs Guðs. í 14. kap. Opinberunarbókarinnar er einnig talað um hinn sama dómsdag, þegar ávöxtur illsku Evrópu verði upp skorinn. Vínþröngin er troðin utan við borgina Jerú- salem og er það tákn þess, að Guð helli úr skálum reiði sinnar yfir meginland Evrópu, utan við heimkynni hins engilsaxneska ísraels. Þarna er og notað annað tákn — sigðin. Það er meira en tilviljun ein, að Rússar hafa og þetta merki. „Hamarinn og sigðin“ nmnu sundra nazistum Evrópu, og kasta Möndul- veldunum í reiði-vínþröng Guðs. Hinn 25. nóvember sendi A. T. Cholerton, fréttarit- ari Dailv Telegraph, þetta einkennilega sím- skeyti frá Moskvu um árásir þær, er Rússar gerðu til þess að frelsa Stalingrad: DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.