Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 8
að ráða fram úr efnahags- og f/ármála-öng- þveiti því, sem nú væri að skella yfir brczka heimsveldið. Eitt dagblaðanna hér (Vísir) birtir daginn áður — 5. ágúst — grein með þessari fyrir- sögn: „F/arJiagsJegur fellibylur er að skeJJa á brezku þjóðinni.“ í greininni segir: „Stjórn- málaritarar brezku blaðanna og aðrir eru á einu máli um, að þessi vika sé hin erfiðasta, sem gengið liafi yfir stjórn brezka verka- mannaflokksins, síðan hún tók við völdum fyrir rúmum tveimur árum. Menn sjá fram á, að brezka þjóðin verði nú að lierða á mittisólinni með meira afli en nokkru sinni á stríðsármmm, er horfur voru sem svartastar og er það talið sannmæli, sem lialdið liefir verið fram af andstæðing- um Bretastjórnar upp á síðkastið, að f/ár- Jiagsíegur fellibylur sé að skelJa yfir brezku þjóðin a.“ Af þessari og öðrum svipuðum fréttum dagana fyrir 6. ágúst mátti nokkuð marka hvert stefndi. Hinn 6. ágúst 1947 flutti svo brezki forsætisráðherrann ræðu sína eins og boðað liafði verið, og tilkynnti margvíslegar ráðstafanir er stjórnin og flokkur hennar hyggðist að gera til þess að ráða fram úr fjárhagsöngþveitinu, sem væri nú að skap- ast. Athyglisverðustu orð forsætisráðherrans voru þessi: Við eigum mí í annarri orustu um Bretland. Þá orustu geta ekki hinir fáu unnið. Þar verða að koma til samstiUt átök allrar þ/óðarinnar.“ Allir vita hversu hörð „fyrsta orustan um Bretland“ var, þegar Þjóðverjar höfðu nær því sigrað hina þrautseigu, brezku þjóð með sífelldum loftárásum. Nú líkir Attlee for- sætisráðherra þeim þætti baráttunnar, sem nú er hafinn, við þennan mesta og örlaga- ríkasta þátt styrjaldarinnar og kallar hann „aðra orustuna um Bretland.“ Daginn eftir lét fjármálaráðherran, Dal- ton, unnnælt á þá leið, að nú væri brezka þjóðin að sigla inn í „fjárhagslegan fellibyl“ og ógerningur væri að segja um það nú hvernig þeirri siglingu reiddi af, eitt væri víst, að út úr honum yrði ekki komist nema öll þjóðin gerði skyldu sína. Hér þarf ekki að minnast á ráðstafanir brezku stjórnarinnar, en unmiæli Winston Churshills við umræðurnar sýna þó glögg- lega hversu róttækar þær ráðstafanir eru, sem þegar liafa verið fyrirhugaðar. Hann sagði m. a.: „Með lögum þessum verður stjórninni fengið í hendur miklu meira vald en nokk- uiri stjórn hefir nokkru sinni fyrr verið veitt í Bretiandi á friðartímum, og í mörgum grein- um raunvcrulegt einræðisvald, sem ekki er samboðið fr/áísum mönnum að afhenda nokkurri ríkisstjórn.“ Churshill lagði til að málinu yrði frestað í þrjá mánuði og er sú tillaga hans athyglisverð, eins og síðar verð- ur drepið á lauslega. Síðan 6. ágúst liafa heimsfréttirnar mestmegnis snúist um þessa yfirlýsingu brezku stjórnarinnar og afleiðing- ar hennar. Og um hvöldið 10. ágúst flutti Attlee forsætisráðherra útvarpsræðu í tilefni þessara atburða, er útvarpað var um allan heim. Er slíkt ekki gert nema mikið þvki við ligg/a. í þeirri ræðu lét hann svo um mælt að brezka þjóðin horfðist nú í augu við miklu meiri örðugleika en nokkru sinni fyrr á friðartímum. I grein, sem Randolph Churshill hefir skrifað nýlega um hina aðsteðjandi kreppu í Bretlandi segir: „Sú kreppa, sem nú er að skella yfir Bretland, verður miklu stórfelldari en sú, sem gekk yfir 1936.“ Virðist svo sem fyrstu afleiðingar þessara ráðstafana Breta muni verða viðskiptastríð milli Bretlands og Bandaríkjanna, og er það næsta furðulegt þegar menn minnast hins svonefnda „Mars- hall-plans“ um hjálp til handa Evrópu, sem nú er til athugunar í ýmsum nefndum og menn væntu nokkurs af í fyrstu. 6 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.