Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 11
til framleiðsluvörur samkvænrt þeirri heildar framleiðsluáætlun, sem þessi ríkjaheild fer eftir á hverjum tíma, og byggir líf sitt og afkonru á frá ári til árs. Nú hefur þeirri athyglisverðu tillögu skotið upp í fullri alv'öru í sambandi við undirbún- ing Marshall-áætlunarinnar að Evrópuríkin gerðu með sér tollabandalag, en því miður virðist það byrjunarspor ætla að stranda á stjórnum Bretlands og Svíþjóðar. Sífelt heyrast raddir, sem ýmist lofa og vegsanra hið vestræna hagkerfi — kapital- ismann eða auðvaldsskipulagið — eða þá fordæma það og telja það alveg óalandi og óferjandi, og telja nauðsynlegt að afnema það sem fvrst. Menn virðast ekki koma auga á það hvers vegna hið vestræna hagkerfi er orð- ið ómögulegt og er raunar hætt fvrir alllöngu að „fungera". Höíuðástæðan Jigur í því, að það hagkerfi gerír ekki ráð fyrir velmegun allra. Það gerir ráð fyrir velnregun tiltölulega fárra manna en allur fjöldinn búi við frem- ur léleg kjör og nokkur hluti búi jafnvel við mjög bág kjör. Verklýðssamtök síðustu ára — einkunr síðan eftir 1920, samvinnufélags- skapur nrargskonar og þó alveg sérstaklega hið opinbera franrtak ríkis og sveitarfélaga hefur allt hjálpast að því að auka líkanrlega velnregun fjöldans----lyfta upp botninunr á þjóðfélaginu, ef svo mætti segja. Og nú er þetta komið á það stig í nrörgunr vestrænunr löndunr að fullkomlega má telja að öll al- þýða lifi nú við stórunr bætt kjör frá því sem áður var þó auðvitað sé nrörgu áfátt ennþá. Til þess að sannfærast unr þetta þurfa menn ekki annað, en líta á hversu allur að- búnaður lrins starfandi fólks lrefir batnað síðustu 30—40 árin. Nú búa nrenn í betri húsunr og við meira öryggi á flestunr svið- unr og nú getur hinn almenni borgari á Vesturlöndum veitt sér margt, sem lröfð- ingjar eimr gátu veitt sér áður. Þessi gjör- breytta aðstaða krefst vitanlega allt annars fjárhagskerfis en þess, senr ,áður var. Hag- kerfi vestrænna þjóða hvílir enn, a. nr. k. í „teoriunni,“ á gullinu og sterkasta gull-land heimsins — Bandaríkin — lrefur nú orðið alveg forustuna í fjármálunr þeirra. „Hinn nrikli falsspánraður" gullið verður að hverfa að fullu og öllu úr sögunni, ef takast á að rétta við og nú stendur yfir síðasta orust- an um yfirráð þess, eða réttara sagt niður- brot þess Iragkerfis, senr byggir á gullinu. En hvað á þá að konra í staðinn, spyrja menn að vonunr? Verður það þá ekki hagkerfi konrnrúnisnrans? Flestir sjá ekki annað og þess vegna skapast talsverð tillrneiging til þess að hallast að því hagkerfi. Jafnaðarmenn allra landa halda fram hagkerfi komnrúnisnr- ans aðeins nreð þeim nrun, að þeir telja að þó það sé í lög leitt þurfi ekki að fylgja því missir alls persónulegs frelsis. En þessi skoð- un sósial-denrokrata er röng. Hagkerfi jafn- aðarstefnunnar — sósialismans og kommú- nismans — hlýtur að leiða til afnáms alls persónufrelsis að lokunr. Glöggt dænri um það eru einnritt ráðstafanir þær og valda- aukning, sem jafnaðarmannastjórnin í Bret- landi lrefur nú fengið, og senr hún bar fram kröfur unr að fá 6. ágúst s.l. er hún sá að hinu vestræna fjárhagskerfi varð ekki lengur bjarg- að frá hruni. Menn verða að gera sér það fullkomlega ljóst — jafnt sosialdenrokratar sem aðrir — að hagkerfi sósialismans getur ekki komið í staðinn f}'rir hagkerfi auðvalds- skipulagsins nú við endalok þess. Hagkerfi sósialisnrans leiðir til konrmúnisma og al- gjörrar frelsissviftingar að lokum ef fram- kvæma á það hagkerfi til fulls. Það blekkir marga nrenn nú, að ennþá er hagkerfi sósial- ismans hvergi komið til fulls í framkvæmd í lýðræðislöndum, heldur hefur það lringað til verkað sem umbætur á hagkerfi kapital- ismans og því Htur svo út á ýmsunr sviðum DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.