Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 7
svo sem vænta megi þess, að 6. ágúst 1947
tákni þann dag, er að fullu slitnar upp úr
þeim sýndartilraunum til samstarfs, sem
ennþá er verið að reyna, og að frá þeirn
degi skiptist þjóðir heimsins algjört í tvö
bandalög: Bandalag „ísraelsþjóðanna“ —
Engilsaxa — og bandalag þeirra þjóða, er
lúta stjórn „höfðingjans yfir Rós, Mesek
og Tubal“ — þ. e. Sovietríkin.“
Og að lokum segir svo:
„Ég vil að lokum taka það skýrt fram,
að þetta er aðeins mín perónulega tilgáta,
byggð á þeirri litlu þekkingu, sem ég hefi
á þessum efnum. Hún getur því reynst
röng. Hitt er víst, að um þetta leyti —
6.—7. ágúst 1947 — munu gerast atburðir
í heimi vorum, er verða upphaf veruíegrar
stefnubreytingar frá því, sem verið hefir.“
Það er hið eina, sem Pýramidinn sýnir,
hitt eru allt tilgátur rnínar og annarra.
Margoft hefi ég bent á, að einmitt þetta
er nauðsynlegt að hafa hugfast þegar
menn reyna að kynna sér mælingarnar og
reyna að lesa úr þeim. Menn skyldu því
varast að taka tilgátur of alvarlega þó lík-
legar séu fljótt á litið til að vera réttar.
Aðalatriðið er að fá úr því skorið hvort
hinir tilteknu dagar, sem Pýramidinn sýn-
ir, reynast vera áberandi, þýðingarmiklir
dagar, s. s. upphafsdagar eða lokadagar ein-
hverrar þeirrar þróunar, sem hefir heims-
pólitiska þýðingu. Enginn getur til fulls
sagt um það fyr en dagarnir eru liðnir og
oftast ekki fyr en nokkru síðar.
III.
Lítum nú á atburðina, sem gerst hafa, í
ljósi þessara tilgátna, en þó einkum í ljósi
þess, er síðast sagði, þ. e. að 6. ágúst „mundu
gerast atburðir í heimi vorum, sem yrðu upp-
haf verulegrar stefnubreytingar frá því sem
verið hefir.“
Grein mín „6. ágúst 1947“ var skrifuð í
janúar-mánuði s. 1., prentuð í febrúar og kom
út í byrjun marzmánaðar. Þá atburði, sem
síðan hafa gerst var því ómögulegt að sjá
fyrir þá, og nú er augljóst, að ekki hefir ver-
ið rétt til getið hjá mér.
Ef menn athuga tilgátu mína, sem ég
vil taka greinilega fram að ekki er spádóm-
ar Pýramídans, má segja, að hún sé þessi:
Ég gerði ráð fyrir að höfuðáreksturinn til
að greina heiminn sundur í' tvö bandalög
mundi verða 6. ágúst. Svo varð ekki heldur
varð þessi árekstur um það bil mánuði fyrr
eða þegar slitnaði upp úr utanríkisráðherra-
fundinum í París unr mánaðamótin júní
og júlí. Molotof lýsti því yfir að áframhald-
andi sanrstarf samkvæmt tillögum Bandaríkj-
anna gæti ekki komið til mála, enda þýddi
það skiptingu heimsins í tvær fjandsamlegar
fylkingar. Lokaþáttur þessarar skiptingar er
líklegt að fari fram á þingi Sameinuðu þjóð-
anna í september í haust, þar sem framferði
Rússa í Ungverjalandi og Kína og leppríkja
þess á Balkansskaga hlýtur að koma til um-
ræðu og valda átökum. Það er því sýnt að
dagsetningin 6. ágúst 1947 á ekki við þá
atburði.
Tilgáta mín — og unr hana eina var að
ræða, því aðrir höfðu ekki tiltekið þennan
spádómsdag — reyndist því ekki rétt.
IV.
En gerðist þá ekkert þennan dag, sem
Pýramidinn sýnir ótvírætt að sé einn af merk-
isdögununr á „almanaki“ hans?
Til þess að svara því er nærtækasta ráðið
að líta í fréttir blaða og útvarps frá dögun-
unr kringum 6. ágúst og síðan.
í öllum blöðunr, sem út komu dagana
fyrir 6. ágúst var um það rætt, að þann dag
mundi brezki forsætisráðherrann birta mjög
þýðingarmikinn boðskap í brezka þinginu
út aí efnahagsmálum Bretlands, og fara íram
á stóraukin völd stjórninni til handa til þess
DAGRENNING 5