Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 22
og ennfremur með því, að trúlmeigðir menn eru almennt farnir að gefa þessu gaum. Og að lokurn: Júða-ísraelsmenn eru einnig byrj- aðir að koma auga á Messias. Ef minnst hefði verið á Jesúm frá Nazaret við Gyðing hefði það frani að þessu ekki orðið til annars en þess, að hann hefði daufheyrst við. En nú eru þeir farnir að gefa honum gaurn, og eng- ir vita það betur en rabbíarnir sjálfir. Einn hinn frægasti rithöfundur Gyðinga sagði ný- lega: „Ég lít á Jesúm frá Nazaret sem mest- an allra Gyðinga, sem allir aðrir Gyðingar eiga að læra að elska.“ Dr. Joseph Klausner við liinn fræga hebrezka háskóla í Jerúsal- em, sem sagður er mesti bókstafstrúarmaður meðal fræðimanna í Jerúsalem í hebrezkum fræðurn í heiminum um þessar rnundir, hefir nýlega gefið út bók, sem valda mun straumhvörfum, undir nafninu: „Jesús frá Nazaret, líf hans, tímar hans og kenning." Ahrif þessarar dásamlegu bókar munu ná urn allan heim. „Gyðinglegi heimurinn,“ hið þekktasta af blöðum Gyðinga, segir urn höfund bókarinnar. „í fyrsta skipti á nítján hundruð árurn hefir Gyðingur rætt um líf Jesú án hleypidóma og sýnt höfund kristin- dómsins sem líkamning trúarlegrar og sið- ferðislegrar fullkomnunar." Af þessu leiðir, að þeirn Gyðingum fer fjölgandi, sem að- hyllast kristindóminn. Spádómur um það, að blindni ísraels (bæði Efraims og Júda) muni hverfa, er nú á hraðri leið að rætast, en hann rætist ekki til fulls, fyr en við endalok tímabilsins. Þá munu allir ísraelsmenn og Júda sameinast um Messias, — Jesúm Krist, — sem konung yfir öllum. Það hefir þegar verið sýnt frarn á, að Pýramídinn mikli í Eg)'ptalandi er guðdómlegt tákn og mikill sannleikur er fólginn í byggingu hans. Ritningin segir: „Þitt orð er sannleikur.“ Vér verðum þess Jdví vör, að kenningum Biblíunnar og Pýra- rnídans mikla ber saman að öllu leyti, annað birtir boðskap sinn í orðurn, hitt í steini. Pýramídinn var reistur löngu áður en Biblí- an var skrifuð og tilgangur hans var gleymd- ur og dásemdir hans óþekktar urn þúsundir ára. En á „tímum endalokanna" tíma þeim, sem Guð hefir valið sér, á þeim tímum þegar „þekkingin nmn aukast“ mun ekki einasta tilgangur hans verða lýðum ljós, heldur einn- ig leyndardómar hans, sem um langt skeið hafa legið huldir í steini. Á siðustu sjötíu árum hafa innsigli margra leyndardóma hans verið brotin og menn hafa kornist að raun um, að boðskapur hans er sérstaklega ætl- aður ísrael. Það er einnig vert að gefa því gaum, að samkvæmt forsjón Guðs hafa menn af engilsaxneskum kvnþættinum uppgötvað og útskýrt hin miklu sannindi, sem pýramíd- inn hefir að geyma. Nú skulum við gaumgæfa hina rniklu út- breiðslu trúarlegra sanninda. Fram á síðustu tima áttu aðeins fáir eintök af hinni guðlegu opinberun, Biblíunni, og enn færri gátu les- ið hana. Og það sem meira var, á hinum myrku öldurn gat það verið lífshætta að eiga Bibhuna. En við hrun Hins „heilaga“ róm- verska ríkis og upphaf tímabils endalokanna varð mikil breyting á. Það var einmitt á þeim tímum, sem hin rniklu biblíufélög voru stofn- uð. Stærsta félagið er Brezka biblíufélagið, sem var stofnað 1803—1804. Á nítjándu og tuttugustu öld hefir Biblían verið þýdd á hundruð tungumála, prentuð í miljónum eintaka og útbreidd um hvern krók og kirna veraldar. Og engin bók í heiminum kemst nálægt henni að útbreiðslu. Það er enn- fremur mikilsvert að veita því athygli, að það er enskumælandi fólk, sem hefir unnið mest að útbreiðslu Biblíunnar. Engilsaxar hafa útbreitt Biblíuna meira og gengist fyrir meira trúboðsstarfi, en allar aðrar þjóðir í heimin- um samanlagt. Og ennfremur. Fagnaðarer- indið hefir verið boðað sem mikill vitnis- burður um allan heim. í þessu sambandi má 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.