Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 17
gefur tvær einfaldar en jafnframt augljósar
og órækar sannanir fyrir því, að lok þessa
„yfirstandandi örðuga tímabils" og upphaf
þúsund ára ríkisins, er yfirvofandi. Verum
þess rninnug, að þessa atburði, sem nú eru
að gerast fyrir augum okkar, sáu rannsak-
endur spásagnanna fyrir fyrir mörgum árum,
og svo að vitnað sé í einn af mörgum: Fvrir
55 árum, þ. e. árið 1878, sagði dr. H. Grat-
tan Guinness: „Við höfum veitt athygli ýms-
um fyrirbrigðum í sambandi við Palestínu
og ísrael og pólitiska viðburði vorra tíma,
sem virðast benda til þess, að hreinsun helgi-
dómsins og endurreisn ísraels sé ekki langt
framundan. Þegar þetta verður, þegar Múha-
meðstrúarmenn, sem nú eru reknir út úr
Búlgaríu, verða líka reknir út úr Sýrlandi,
þegar þjóðir Evrópu, af hvaða ástæðum, sem
það verður, koma sér saman um að koma
Gyðingum aftur fyrir í landi forfeðra sinna,
þá liefir klukkan slegið í síðasta sinni, þá
hefir hinn síðasti spádómur ritningarinnar
viðvíkjandi atburðum h rir hinn mikla Surt-
arloga rætzt, þá mun hinn brottrekni Messias
ísraels koma bráðlega aftur til ríkis og stjóma
allri veröldinni ásarnt postulum sínum. Þá
mun leyndardómur guðdómsins opinber-
ast.' Aínám valds og sjálfstæðis tyrkneska
heimsveldisins mun láta sem lúðuiþytui í
eyrum kiistinna manna og boða það, að dag-
ur Kiists sé í nánd.“
Þegar Bretar ráku Tyrki brott úr Palestínu
og Sýrlandi árin 1917—1918, var það sam-
kvæmt spádómi, eins og áður hefur verið
bent á. Og fljótt á eftir, 7 árum seinna, kom
algret hrun hins víðlenda Tyrkjaveldis. Að-
faranótt 6. marz 1924 leið tvrkneska heims-
veldið undir lok og tyrkneska lýðveldið var
stofnað í Konstantinopel. Með liruni tvrk-
neska heimsveldisins var síðasta táknið gefið,
sem boðaði það, að Harmageddon væri í
nánd, og við endurtökum orð dr. Guinness,
sem hann skrifaði fyrir meir en hálfri öld
síðan: „Afnám valds og sjálfstæðis tyrkneska
heimsveldisins mun láta sem lúðurhljómur í
evrum kristinna manna.“ Endalok tímabils-
ins eru vfirvofandi. Allir þeir spádómar, sem
áttu að rætast, áður en tímabili þessu lyki,
hafa nú rætzt, nema sá, sem snertir lielgun
dýrlinganna og hástig hinna miklu jarðnesku
þrenginga. Bæði Kristur og Daniel spámaður
spáðu því, að þessu tímabili lyki með „þreng-
ingum meiri en nokkru sinni áður hefðu ver-
ið lagðar á þjóðirnar.“ (Matt. 24, 21.
Dan. 12, 1.)
Árið 1914 drógust þjóðimar inn í tímabil
þyngri þjáninga, en nokkru sinni áður hafa
yfir mannkynið dunið, því að frá því ári
hefir orðið (1) mesta stríð, sem heimurinn
þekkir, heimsstyrjöldin 1914—1918, (2)
mesta stjórnarbylting, sem nokkru sinni hef-
ir verið, rússneska stjórnarbyltingin 1917—
1918, (3) útbreiddasta plága, sem yfir heim-
inn hefir dunið, spánska veikin, sem geisaði
heimskautanna á milli og feldi fleiri í val
en heimsstyrjöldin, (4) mesti jarðskjálfti,
sem komið hefir í veraldarsögunni, jarð-
skjálftinn í Japan 1923, (5) heimskreppa
meiri en nokkru sinni áður, sem hófst
árið 1928. Svo að við notum orð
brezka forsætisráðherrans, Ramsay Mac
Donald: „Það er hvorki meira né minna en
það, að jörðin virðist skriðna undir fótum
okkar.“
Hinar raunverulegu lokaþrengingar þjóð-
anna, sem eru í aðsigi, munu ná hámarki
með „styrjöldinni á hinum mikla degi Drott-
ins“ — Harmageddon. Líkt og fall síðustu
kynslóðarinnar af hinum tólf kynkvíslum
ísraels í Landinu helga fyrir tilstilli heiðins
valds skeði á árunum 607—580 f. K., þannig
mun, sjö tíðum — eða 2520 árum — seinna,
eða á árurium 1914—1941, koma hrun hins
heiðna valds og lokaendurreisn ísraels (allra
kynkvíslanna tólf).
Orð Esaja 7, 8. svohljóðandi: „Innan sex-
DAGRENNI NG 15