Dagrenning - 01.02.1948, Page 18
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Hvað gerðist 2. jamuiar 1948?
i.
í ágústhefti Dagrenningar f. á. skrifaði ég
grein undir fyrirsögninni „2. janúar 1948“.
Benti ég þar á, að samkvæmt „reiknaðri línu-
dagsetningu" í Pýramidanum mikla liti svo
út sem 2. janúar 1948 mundi verða þýð-
ingarmikill dagur á leið þjóðanna niður í
„botnlausa pyttinn" í neðanjarðarsal Pýra-
midans rnikla.
Ég sýndi frarn á, að síðan á árinu 1941,
er var „lausnarár“ síðustu ættkvísla ísraels
úr liinni miklu kúgun „heiðinna þjóða“, og
umskipta-ár ófriðarins frá 1939—1945, sýndu
„dagsetningar pýramidans greinilega tvær að-
greindar línur í spádómum hans“, og að
þessar línur mætti nefna „engilsaxnesku lín-
una og rússnesku línuna“. Rakti ég þetta
allt nánar í greininni og sýndi fram á, hvernig
hver dagsetningin fyrir sig félli á línur þess-
ar. Vísa ég lesendunum til þessarar greinar,
til þess að komast hjá of miklum endur-
tekningum nú. Þó skulu þessi ummæli tekin
orðrétt upp: „Reiknaða línudagsetningin
verður því 150 dögum síðar, eða 2. janúar
1948. Hún verður eins og hinar fyrri, sem
sýndar eru hér að framan, á „rússnesku lín-
unni“. Höfuðatburðuiinn þann 'dag — eða
næstu daga þai í kring — veiðui því á ein-
hvein ábeiandi bátt í sambandi við Rússa.“
(Leturbr. þar.)
dag gerðist einn athyglisverðasti atburður
síðustu ára. Atburður, sem Rússar fram-
kölluðu og sem því greinilega mun skrifast
á þeirra „línu“,þegar spádómarnir verða síðar
raktir og bornir saman við gang sögunnar.
Mönnum er nokkur vorkunn almennt, þótt
þeir spyrji þessarar spurningar, því að tvö
eða þrjú af dagblöðunum í lleykjavík fluttu
ekki fréttina. Þeim þótti hún ekki merki-
legri en það. En svona er þetta raunar oftast,
að stórtíðindabragur er lítill á þeim frétt-
um, sem örlagaríkastar reynast að lokum.
Ríkisútvarpið, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn
fluttu frétt þessa öll. Útvarpið 3. og 4. jan.,
en Alþýðublaðið og Þjóðviljinn 4. janúar.
Eins og vænta mátti, var það blað hinnar
rússnesku utanríkisþjónustu, sem mest gerði
úr fréttinni, því að það blað skildi bezt þýð-
ingu hennar. Það birti liana feitletraða á
fremstu síðu, eins og myndin sýnir, sem
hér með fylgir.
Það, sem gerðist 2. janúar 1948, var, að
stjórn Bandaríkjanna gerði alheimi kunnugt
þann dag, að hún liefði — af ótta við yfir-
gang Rússa og leppríkja þeirra — ákveðið
að senda landgöngulið til Miðjarðarhafs-
landa, sem þar vrði tiltækt, ef í odda kynni
að skerast þar um slóðir. í frétt Þjóðviljans
er þetta orðað þannig:
„Bandaríska flotamálaráðuneytið hefur
tilkynnt, að sendar hafi verið sveitir
bandarísks landgönguliðs til Miðjarðar-
hafsins og hafi þeir fyrst um sinn að-
setur á fjórum herskipum." (Þjóðv. 4.
janúar 1948.)
II.
Margir liafa spurt mig: „Gerðist nokkuð
2. janúar?“ Menn hafa ekki komið auga á
það enn, margir hverjir, að einmitt þann
12 DAGRENNING