Dagrenning - 01.02.1948, Side 32
ungur, er ríkti í Palestínu. Hann var af ætt
Davíðs. Hann var 21 árs að aldri, er liann
varð konungur, og ríkti í ellefu ár. Fyrir-
rennari hans var Jójakin er átti í ófriði við
Nebukadnesar Babyloníukonung, en beið
ósigur og var handtekinn og fluttur í útlegð
ásamt flest öllu fyrirfólki þjóðarinnar. [,,Og
hann herleiddi Jójakin til Babel; og konungs-
rnóður og konur konungsins og hirðmenn
hans og höfðingja landsins herleiddi hann
og frá Jerúsalem til Babel.“ (II. Kon. 24.,
15.—16.)] Föðurbróðir Jójakins varð þá kon-
ungur yfir leifum Júda og Benjamíns og var
nafni hans breytt og hann kallaður Zedekia.
Zedekia sór Nebúkadnesar hollustueið, en
hann „brá trúnaði við Babel-konung“ síðar
og því kom Nebukadnesar enn til Jerúsalem
(um 586) og settist um borgina.
Endaði sú umsát þannig, að Zedekia var
handtekinn og fluttur til Ribla, þar sem
Nebúkadnesar hafði herstöðvar sínar. Þar
var Zedekia dæmdur. Sjálfur var hann
„blindaður og bundinn eirfjötrum" og flutt-
ur þannig til Babylonar. Þar sat hann í
fangelsi það sem eftir var ævinnar.
En Babel-konungur gerði meira:
Hann lét drepa alia sonu Zedekia, að hon-
um ásjáandi, og mun þannig hafa hugsað
sér að útrýma konungsætt Davíðs. Lét hann
þá og flytja til Babýlonar allt, senr eftir var
af flutningsfæru fólki, er ekki hafði flúið,
en yfir landið setti hann „vildarþjón" sinn,
lífvarðarforingjann Nebúsaradan, er fékk það
hlutverk að flytja burt það, sem eftir var
fémætt í borgum landsins og safna þeim
saman. sem enn voru eftir af einhverjum
ástæðum og herleiða nrátti til Babylonar.
#
En þótt herleiðingin væri nær algjör, virð-
ist svo sem nokkuð af flóttafólki hafi aftur
leitað til Jerúsalem og er einn þeirra, sem
hclstur er nefndur fyrir þessu fólki, Jóhanan
Kareason. Jeremía spámaður var einn þeirra,
sem ekki var herleiddur. Er augljóst af spá-
dómsbók hans, að hann hefir verið nrjög
handgenginn konunginum, Zedekia, og fjöl-
skvlan hans. Ilefir augsýnilega komið til
rnikils ágreinings milli Jóhanans Kareasonar
og félaga hans annars vegar og Jeremía spá-
manns og Barúks nokkurs Neriasonar hins
vegar um það, hvort lcifarnar af Júda skyldu
flýja til Egyptalands eða vera kyrrar og sjá
til hvað gerðist. \7irðist Jeremía hafa verið
því mjög andvígur, að flúið yrði til Egy'pta-
lands. Benda til þess eftirfarandi ummæli í
42. kap. Jerenría spádómsbókar:
„Drottinn hefir svo til yðar talað, þér
Júda-leifar: Farið eigi til Egyptalands!
Vita skuluð þér, að nú hefi ég varað yður
við.-----Og vita skuluð þér nú, að þér
munuð deyja fyrir sverði, af hungri og
drepsótt á þeim stað, þangað sem yður
lystir að fara, til þess að dveljast þar sem
útlendingar." (Jer. 42., 19.—22.)
En Jóhanan Kareason og félagar hans —
„ofstopafullu mennirnir“ — voru á annarri
skoðun. Þeir sögðu við Jeremía:
„Þú talar lýgi! Drottinn, Guð vor, hefir
eigi sent þig og sagt: Þér skuluð eigi
fara til Egyptalands, til þess að dveljast
þar sem útlendingar! heldur egnir Barúk
Neriason þig upp á móti oss, til þess að
selja oss á vald Kaldeum, að þeir drepi
oss eða herleiði til Babel.“ (Jer. 43., 1.
-4-)
Það er merkilegt að athuga þessa deilu.
Jeremía og Barúk vilja fyrir alla muni forð-
ast Egyptaland, en hafa sýnilega getað búizt
við, að leifarnar yrðu allar fluttar til Babý-
lonar. Jeremía hafði sagt það fyrir, að Júda
yrði fluttur til Babýlonar og mundi dvelja
þar í 70 ár, en fá þaðan aftur heimfararleyfi
að Jaeim tíma liðnum. (Jer. 25., 9.-12.)
Barúk er einnig þessarar skoðunar. Þeir trúa
spádómsorði Drottins. Hinir eru á allt ann-
arri skoðun. Þeir treysta á hjálp Egypta-
26 DAGRENN I NG