Dagrenning - 01.02.1948, Page 41
þær frá Evrópu og þarna býr ísraelslýður á
þeim stað, sem honum hefir verið valinn,
„eðalsteinn í silfurumgjörð sævar“. En þessi
tuttugu og fimrn rnílna breiði sær var Hitler
erfiður draumur.
#
Síðar í spádómnum er það staðfest, að
steinríki þetta er þjóð — stjórnarfarslega og
landfræðilega séð —, þjóð með stjórn og
landrými á þessari jörð.
Daníel hlotnuðust tvær vitranir um fram-
tíðarsögu Evrópu. Önnur er þessi, sem um
getur í öðrurn kapítula, en frá hinni er greint
í sjöunda kapítula. Önnur vitrunin er lík-
neskið fjórskipta; hin vitrunin er fjögur dýr.
Báðar vitranirnar sýna sömu fjögur, stóru
heimsveldin, og í báðunr vitrununum fara
þau versnandi, annars vegar frá gulli í leir,
hins vegar var fyrst vængjað ljón, þá bjarn-
dýr, síðan pardusdýr og loks kynblendings
skrímsli með tíu hornurn. Lesið vitrun þessa
til enda og þá sjáið þér, að svo sem þjóð
steinríkisins eru gefin yfirráð á jörðu í ann-
arri vitruninni, svo er og í hinni vitruninni,
„þeim heilögu hins hæsta" gefið ríki, sem
er ævarandi.
#
Eigi skynsemi og rökhugsun að ljúka verki
sínu, og ég á við rökhugsun í staðrevndum,
þá hlýtur ríki steinsins í lieimi vorurn nú
á dögurn að vera „Hús ísraels“. Steinríkið
í spádómnum átti að „uppfyíía jöiðina“.
Eigi að síður er oss annars staðar skýrt frá
því, að „Hús ísraels“ eigi að uppfylla og erfa
jörðina. Tveir geta ekki samtímis erft sama
hlutinn og átt. Þessir tveir hljóta því að
vera einn og hinn sarni, ef rökfræðilega rétt
er skýrt. Ekki geta verið tvö alheimsríki
samtímis.
Af þessu leiðir þá, að ísrael hlýtur um
þessar mundir að vinna að því að afmá og
uppræta alla einræðisherra. Ekki geta bæði
einræðisherrarnir og ísrael erft jörðina, ekki
geta báðir haft yfirráðin. Vér sjáum brugðið
upp mvnd af leikslokunum miklu í 35. versi:
„Steinninn, sem Iosnaði úr fjallinu án þess
að mannshönd snerti hann, molaði járnið,
eirinn, leirinn, silfrið og gullið. Þá muldist
sundur járnið, leirinn, eirinn, silfrið og gull-
ið, allt í senn.“ Athugið orðin „allt í senn“.
Þau fela í sér söguna urn það, er leifar
heiðnu þjóðanna og Babvlon-skipanarinnar
sameinast að lokum í eina mikla heild.
#
I þessum þremur einsatkvæðisorðum —
allt í senn — er fólgin saga þessara mánaða,
sem nú eru að líða. Vér erum uppi á mikil-
fenglegustu eykt sögunnar. Vér erurn að
korna að lokaþætti spádómsins. Vér sjáurn
nú hina síðustu miklu sameiningu leifanna
af heiðnu þjóðunum. Rússar eru nú önnum
kafnir við að safna saman leifunum, scm
verða malaðar sundur. Stalín myndi áreið-
anlega gnísta tönnum, svo að honurn veitti
ekki af að leita til góðs tannlæknis, ef hon-
um væri það ljóst, að hann væri að láta
spádómsorð Guðs rætast.
AUar leifarnar af þjóðum likneskisins
munu enn safnast gegn engil-saxnesku þjóð-
unum. Er þér sjáið Rússa beint eða óbeint
með Þjóðverjum, er þér sjáið Spánverja,
Portúgalsmenn eða Tyrki safna sér um ein-
ræðisherra sína, þá vitið þér að skammt er
til leiksloka og spádómurinn rætist á böm-
urn Guðs. Þá farið þér að rita grafskriftina:
„Molað sundur allt í senn.“ Þá getið þér
að nýju athugað 34. vérs þessarar Ritningar:
„Þú horfðir á það, þar til steinn nokk-
ur losnaði ... hann lenti á fótum lík-
neskisins ... og molaði þá.“
Yður mun endast ævi til þess að sjá þetta.
Yður mun endast aldur til þess að sjá, að
þjóð sú, sem yður hefir alið, fyllir alla jörð-
ina. Hún mun endurheimta Afríku og ná
yfir nriðja Austurálfu. Þess verður ekki langt
DAGRENN I NG 33
i