Dagrenning - 01.12.1948, Page 11

Dagrenning - 01.12.1948, Page 11
staka einstaklinga eða ákveðnar þjóðir, lýtur það oft að kennisetningum og frumreglum, og í þessu ljósi er ísrael ávöxtur spádóma, sem þjóð með trúarkenningar sínar. Þannig er þetta barn meyjarinnar til þess fætt að verða stjórnandi allra þjóða jarðarinnar. Móselögmálið sjálft á rætur að rekja til spádóma, svo sem allir spámenn styðjast og við lögmálið, og af þessu spretta allir spá- dómar, sem lýsa fordæmingu yfir þá, sem óhlýðnast, en heita hinum trúu blessun. Samkvæmt meginreglu þessari var erfðasátt- málinn gerður við Abraham, og í raun og veru við Davíð. Þannig er lögmálið undir- staða allra loforða, hvort sem þau lúta að stjómarfari, siðfræði, réttarfari eða helgiat- höfnum. í stuttu máli: Öll stjórn er sam- kvæmt valdvoði frá vitrunum spámanna, eins og það er birt í boðorðum Guðs, til þess að koma skipulagi á líf manna. — Upp- hafið er hið innra líf og starfar út á við, unz hið ytra er eins og hið innra, og þró- ast þannig frá einstaklingum til þjóða. Spádómarnir um Messías hafa ekkert ann- að sér til réttlætingar en þetta. Þetta er undirstaða kirkjunnar, þetta er undirstaða Guðsstjórnarinnar og þetta er undirstaða að dýrð komanda Guðsríkis á jörðu. Með barni þessu er þráður spádómanna þegar fullspunninn; en þróunarskeiðið er að- eins að hefjast. Hann mun, til fullnustu, afnema hina gömlu trú, en með manninum mun þróunin verða í samræmi við tímann sjálfan. Enn er margt í skugganum, í plönt- um, í dýrum. Ávallt er Rómverjar hrósuðu sigri, var það forboði Cæsars; þannig var um allar þjáningar Davíðs, eða hamiatölur Jobs, eða dýrð Salómons — en, öll andvörp mann- legra syrgjenda, allar ekkastunur mannlegra harma, öll dánarandvörp og öll tregatár, það var eins konar spádómur um komandi kon- ung Gyðinga og frelsara heimsins. ísrael er eins og sameiginlegur gerandi í sérhverjum mikilvægum þætti í sögu mannkynsins. Lita- skvggingin í málverki spádómanna hvlur ekki spásögnina um hina dýrðlegu framtíð, sem ísrael sé búin í Guðsríkinu. Köllun ísraels, að verða þjóðunum til frelsunar, hef- ir ekki þorrið með holdtekju þessa nýfædda bams. Spádómurinn tekur til kenningarinn- ar um dauðann, dómsdag og annað líf og gerir hvort tveggja, að fegra hið innra líf og móta hið ytra líferni í samræmi við góð lögmál. Hann er og til þess að kenna oss nokkuð, sem vér þurfum að læra, ef vér at- hugum tíma endalokanna og hina mikil- \ægu þýðingu hans fyrir oss. Allir miklir, góðir og hamingjusamir menn liðinna alda liafa fyrst lært skyldur sínar og síðan gert þær; og þannig hefir afstaða ísraels verið um þúsundir ára. Aldrei hefir vonin kulnað út í hjörtum ísraelsmanna, og þeir hafa ver- ið hin eina útvalda uppspretta að þekking- unni á hinum sanna Guði. Og nú í dag er þjóð vor hinn mikli gerandi og miðdepill, sem allar þjóðir jarðar verða að koma til og fá þar leiðbeiningar, er vísi þeim veginn til þess að þær verði betri og hamingju- samari. Þessar leyndu rúnir, sem Móse færði oss Gyðingum frá Guði sjálfum, eru mannkyns- ins eini vonarneisti. Það væri ver farið, ef þær glötuðust mannkyninu, heldur en þó að slökkt væri ljós sólar, tungls og allra stjama himinsins, því að þá glötuðu sálir manna heilögu leiðarljósi sínu. Þegar vér athugum allar aðstæður vorar, verður oss ljóst, að aldrei hefir runnið upp heppilegri tími til þess að koma á hinni sönnu trú, og ef vér virðum fyrir oss sögu vora um hundruð lið- inna ára, þá virðist nú vera kominn tími til þess að stofna hið sanna Guðsríki á jörðu. Þær þjóðir jarðar, sem hneigzt hafa að skurð- goðadýrkun, eru teknar að þreytast á því að trúa og treysta á goð, sem ekki hjálpa þeim, er hættan steðjar að, og nú þrá þær Guð, DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.