Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 26
koma upp við Dauðahafið og til þess
að geta hagnýtt hinar miklu auðlindir
þess, og loks væri hún þeim nauðsyn-
leg í sambandi við það að koma fram-
leiðsluvörum sínum frá svæðunum um-
hverfis Dauðahafið niður að Akvab-fló-
anum og væri þannig „hlið ísraels til
austurs“.“
„Negeb er framtíð ísraels," sagði
Shertok, „þess vegna getum við ekki lát-
ið hana af hendi né verzlað með hana
við neinn.“
Skömmu eftir að Bretar höfðu gefið þá
yfirlýsingu, að þeir gætu fallizt á skiptingu
Palestínu samkvæmt tillögum Bemadottes
greifa, breyttu Bandaríkin nokkuð afstöðu
sinni frá því, sem verið liafði áður og kernur
hin nýja afstaða þeirra vel fram í eftirfarandi
fregn, sem birt var 20. nóvember s.l.:
„París í gærkvöldi.
Jessup, fulltrúi Bandaríkjanna í stjórn-
málanefnd S.Þ., skýrði frá því í dag, að
Bandaríkjamenn væru andvígir því að
Negeb-svæðið í Palestínu yrði tekið af
Gyðingum án samþykkis þeirra. Að öðru
leyti kvað hann Bandaríkjamenn í aðal-
atriðum samþykkja sáttatillögur Bema-
dotte greifa, en sagði að Bandaríkin
gætu þó enga endanlega afstöðu tekið
til þessa máls fyrr en Marshall og Tra-
man hefðu ræðst við, en það verður
næstkomandi mánudag.
Bretar hafa þegar lýst sig fylgjandi
því, að Sameinuðu þjóðimar fallist í
öllu á tillögur þær, sem Bernadotte
sendi þeim skömmu áður en hann var
myrtur. — Reuter.“
Eins og sjá má af þessu, eru nú Bretar
og Bandaríkjamenn að ná saman í Palestínu-
málinu, en þar var sú glufa, sem Rússar
hafa reynt að breikka milli þeirra eins og
þeim hefir verið unnt. Það er merkileg til-
viljun, að einmitt þetta skyldi gerast dagana
kringum 11. nóvember.
Nú þegar þetta er ritað (í desember), eru
líkumar á sáttum í Palestínu taldar með
bezta móti. Vafalaust munu þó Arabaríkin
kunna þessum málalokum illa og eflaust
snúast Rússar á sveif með þeirn gegn Gyð-
ingum, þegar Bandaríkjamenn og Bretar
liafa náð að sameinast, Gyðingum til styrkt-
ar. En um það verður ekki rætt hér að þessu
sinni.
Það fór því nákvæmlega eins og til var
getið, að einnig þessa daga mundi draga til
meira samstarfs milli ísraelsmanna og Júda-
ættkvíslar (Gyðinganna) en áður hefði verið.
IX.
Sameining ísraelsþjóðanna í eina heild
hljóta óhjákvæmilega að fylgja ýmis konar
mótaðgerðir af hálfu þeirra þjóða, sem ekki
eru ísraelsþjóðir og þá alveg sérstaklega af
liálfu Rússa, sem eru sú þjóðin, er á að hafa
forustuna fvrir „hinum heiðnu þjóðum“ í
lokaárásinni á Ísraelsríki hið nýja.
Samkvæmt því hefði átt að bera á því
einmitt um þetta sama leyti, að nýjar blikur
tæki að draga á loft, einkum hjá þeim ríkj-
um, sem Engilsaxar höfðu vænt sér einhvers
trausts og halds hjá.
Þegar spurt er: H\'aða þjóðir gætu það
verið? er aðeins um eitt svar að ræða. Það
eru Frakkland og Kína. Þessi ríki era enn
talin með stórveldum, þó að gengi þeina
beggja sé nú ekki mikið hjá því, sem áður
var.
En nú gerist það einkennilega einmitt
þessa sömu nóvemberdaga, að í ljós kemur
alvarlegasti ágreiningurinn, sem enn hefir
gert vart við sig milli Engilsaxa annars vegar
og Frakka hins vegar. Hinn 11. nóvember
síðastliðinn vora 30 ár liðin frá lokum fyrri
heimsstyrjaldarinnar, er Þjóðverjar urðu að
24 DAGRENN I NG