Dagrenning - 01.12.1948, Side 33
Þess vegna verður að gefa þjóðinni kost
á að velja sjálfri, velja milli „hlutleysis Há-
skólans“ og kommúnista annars vegar og
hreinnar baráttu gegn ofbeldisstefnu komm-
únista, við hlið þeina þjóða, sem ekki vilja
selja börn sín til ævarandi þrældóms í ríki
kommúnismans.
Þjóðin krefst þess að fá að velja, — fá að
sýna í verki hvort í henni býr ennþá mann-
dómur hinna fomu íslendinga eða hún vill
ganga á hönd hinni austrænu óvætt, sem
nú veður vestur á bóginn og blóðið freyðir
undan á báðar síður.
XII.
Guðfræðideild Háskóla íslands hafnar spá-
dómum Biblíunnar og telur þá vera tilbún-
ing einn og markleysu eina, eða þegar bezt
lætur „síðari tírna viðbætur" til þess að
„styrkja trúna“ hjá hinum litlu leifum ísra-
els, sem ekki voru týndar. Hvað gerði það
til, þótt logið væri upp nokkrum spádóm-
um og sagt að Guð hefði birt manni þetta?
Það var svo sem ekki nema sjálfsagt, að því
er guðfræðiprófessorar nútímans halda fram.
Spádómamir eru þeim, eins og sr. Sveinn
Víkingur heldur fram í grein í Kirkjublað-
inu 15. nóv. s.l„ og síðar verður vikið nánár
að hér í Dagrenningu, ekki annað en til-
raunir skynsamra manna til þess að „fram-
lengja línur fortíðarinnar inn í framtíðina".
Hann, eins og aðrir háskólaguðfræðingar, er
augljóslega þeirrar skoðunar, að spádómana
í Gamla testamentinu og spádóma Jesú
Krists í Opinbemnarbókinni og víðar í
Nýja testamentinu sé lítið að marka. Þar
hlýtur að vera um „falsspámenn" að ræða
samkvæmt ályktun hans, því að ekki er trú-
legt að neinn maður geti af eigin hyggju-
viti „framlengt línumar“ um mörg þúsund
ár fram í tímann.
Við hinir, sem ekki erum lærðir í guð-
fræði, en höfum fengið nokkra trúarreynslu,
sem er allri guðfræði betri, og höfum reynt
að kynna okkur þær rannsóknir á spádóm-
um Biblíunnar, sem framkvæmdar hafa ver-
ið af mönnum, sem trúðu á Guð og það,
að Biblían væri ekki uppspuni eða gömul
hindumtni, erum allt annarrar skoðunar en
þessir lærðu menn.
Við höldum t. d. að spádómamir í 38.
og 39. kapítula Esekiels spádómsbókar eigi
við þá stórfelldu atburði, sem nú fara í
hönd, og þar séu sögð fyrir átökin milli
ísraelsþjóða nútímans og þjóðablendingsins
rússneska, sem þar er lýst greinilega. En
Esekiel spámaður, sem við höldurn að hvorki
hafi verið vitfirringur né lygari, segir það
greinilega fyrir í 37. kapítula spádómsbókar
sinnar, að áður en höfuðorustan við Góg,
„höfðingja yfir Rós, Mesek og Tubal“, hefst,
muni fara fram sameining ísraelsþjóðarinn-
ar í eitt öflugt bandalag.
í þeim spádómi segir m. a.:
„Þú' manns-son, tak þér staf og rita
á hann: „Júda og ísraelsmenn, sem eru
í bandalagi við hann“; tak því næst
annan staf og rita á hann: „Jósef, staf-
ur Efraims, og allir ísraelsmenn, sem
eru í bandalagi við hann“. Teng þá
síðan hvom við annan í einn staf, svo
að þeir verði að einum í hendi þinni.
Og er samlandar þínir tala til þín og
segja: Vilt þú ekki segja oss, hvað þetta
á að þýða? þá seg þeim: Svo segir herr-
ann Drottinn: Sjá, ég tek staf Jósefs,
sem er í hendi Efraims og þeirra ætt-
kvísla ísraels, sem eru í bandalagi við
hann, og gjöri þá að staf Júda, svo að
þeir verði einn stafur í hendi Júda. Og
stafimir, sem þú skrifar á, skulu vera í
hendi þinni fyrir augum þeirra. Og mæl
til þeirra: Svo segir herrann Drottinn:
Sjá ég sæki ísraelsmenn til þjóðanna,
þangað sem þeir fóm, og saman safna
þeim úr öllum áttum og leiði þá aftur
DAGRENN I NG 31