Dagrenning - 01.12.1948, Síða 42

Dagrenning - 01.12.1948, Síða 42
Þeir, sem gerast nýir ícaupendur á árinu 1949, fá síðasta árgang (1948) fyrir 15 krón- ur meðan upplagið af honum endist. • Að lokum þakka ég svo öllurn vinum Dag- renningar og kaupendum hennar fyrir liðna árið og samstarfið á því. Mér er það ánægja að geta sagt frá því, að skilsemi kaupend- anna hefir verið með afbrigðum góð á s.l. ári og vona ég að svo verði enn. Ég þakka öll hin mörgu og ánægjulegu bréf, sem mér hafa borizt frá kaupendum ritsins og þótt ég hafi, tímans vegna, aðeins getað svarað fáum, geymi ég þau og mun e. t. v. síðar gera útdrátt úr þeim og birta hér í ritinu. Aðeins eitt einasta skammarbréf fékk Dagrenning á liðnu ári, en því miður var það ekki nógu skemmtilegt til þess að það yrði birt. Ég óska svo öllum kaupendum og lesend- um ritsins góðs nýárs og bið Guð að halda verndarhendi sinni yfir landi og þjóð á hinu nýja ári. MYHDIN Á BLS. 22. Vera má að það vefjist fyrir einhverjum að skilja myndina á bls. 22, sem kölluð er þar „Dauði Faraó- Hitlers í hinu „rauða haíi“ kommúnismans". Eins og áletranirnar á myndinni bera með sér, eru Brezku eyjamar sýndar sem heimkynni ísraels, en Þýzka- land, Frakkland, ftalia og önnur meginlandsríki, vest- an Rússlands, eru táknaðar sem Egiptaland, en Rúss- land er ímynd Rauðahafsins. Myndin er úr blaðinu „Kingdom Voice", aprílheftinu 1945, þegar örlög Hitlers voru um það bil ráðin. Hitler er sýndur hér sem Faraó Egiptalandskonungur í stríðsvagni, snúinn við frá því að reka flótta ísraels, en öldur hins „Rauða hafs“ æða nú gegn honum og fyrirsjáanlegt er, að hann muni farast eins og fyrirrennari hans forðum. Greinin, sem myndin er tekin úr, fjallar um það, hversu hættulegt „fsrael" muni verða að semja við „Egiptaland" nútímans, þ. e. hinar rómönsku þjóð- ir. í spádómsbók Jesaja (30., 1—15) er vikið að fánýti þess, að treysta á „Egiptaland". Þar segir: „Liðveizla Egiptalands er fánýt og einskis virði." Og spámaðurinn varar við því um alla framtíð, að treysta „Egiptum". Hann segir: „Far nú og rita það á spjald hjá þeim og letra það á bók, svo að það á komandi tímum verði til vitnisburðar æfínlega. Því að þetta er þrjóskur lýður, lýgin börn, börn, sem eigi vilja heyra kenningu Drottins, sem segja við sjáendur: „Þér skuluð eigi sjá sýnir", og við vitranamenn: „Þér skuluð eigi birta oss sannleikann, sláið oss heldur gullhamra og birtið oss blekkingar. Farið út af veginum, beygið út af brautinni, komið hinum Heilaga í fsrael burt frá augliti voru." Nú hefir „rauða hafið" flætt langleiðina vestur að Atlantshafinu og gleypt Hitler og mikinn hluta þess landsvæðis, sem „andlega heitir Sódóma og Egiptaland" (Opinb. 11., 8). 40 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.